Hjóla- og ævintýranámskeið

Hjóla- og ævintýranámskeið

Hjóla- og ævintýranámskeið fyrir börn fædd 2005 - 2008


Á námskeiðinu er lögð áhersla á samvinnu, hreyfingu og útivist. Námskeiðin fara fram í í félagmiðstöðinni Dimmu í Vatnsendaskóla

Hver dagur á námskeiðinu er útfærður sem lítið ævintýri. Mikilvægt er að börnin hafi reiðhjól til afnota 1 - 3 daga í námskeiðsvikunni. Áhersla er lögð á að börnin kynnist vistvænum ferðamáta, nærumhverfi sínu, kynnist leikjum, læri að njóta náttúrunnar og margt fleira skemmtilegt. 

Boðið verður upp á brjóstsykursgerð, farið í ratleiki, í sund, í safnaferðir, strandblak og sjóbusl í Nauthólsvík og heimsækjum Gufunesbæ. Einnig verður farið aðrar ferðir í nærumhverfi Dimmu í Vatnsendaskóla og í Fjölskyldu - og húsdýragarðinn í Laugardal og grillað.
Dagskrá miðast ávallt við veður og vinda hverju sinni.

Börnin þurfa að hafa með sér hollt og gott nesti.

Til að njóta námskeiðsins sem best er mikilvægt að vera klæddur eftir veðri. Hægt er að geyma hjólin í félagsmiðstöðunum á meðan á námskeiðinu stendur.

Námskeiðin eru frá kl. 09:00 - 15:00 alla virka daga og er dagskrá sett upp fyrir hverja námskeiðsviku.

Námskeið 1: 11. júní – 15. júní 
Námskeið 2: 18. júní – 22. júní 
Námskeið 3: 25. júní – 29. júní
Námskeið 4: 02. júlí  – 06. júlí


Vinsamlega ATH!  Af öryggisástæðum er mikilvægt að yfirfara alla öryggisþætti hjólsins áður en barnið kemur
á hjólanámskeið og muna að enginn hjólar án hjálms.

Forstöðumaður námskeiðanna er Laufey Sif Ingólfsdóttir netfang laufeysi@kopavogur.is Gsm 696 1630.

Námskeiðsgjald er 6200 kr. hver vika. Systkinaafsláttur er 20% við skráningu barns nr. 2 og 10% á hvert barn eftir það. Hámarksfjöldi er 30 börn á hvert námskeið.

Skráning hefst 19. apríl og námskeiðsgjald greiðist við skráningu. Smellið hér til að fara á skráningarsíðu.
Þetta vefsvæði byggir á Eplica