Sértækt sumarstarf

Frístundaklúbbur – sumarstarf

Hrafninn er frístundaklúbbur barna, unglinga með sérþarfir á aldrinum 7 til 16 ára og er starfssemi hans í húsnæði á lóð Kársnesskóla v/ Skólagerði. Boðið er upp á frístundanámskeið fyrir 7 til 12 ára börn auk þess sem unglingum á aldrinum 13  til 16 gefst kostur á að vinnu í Vinnuskóla Kópavogs eftir getu hvers og eins.

Skráningar í Hrafninn fyrir börn  á aldrinum 7 til 16 ára fara fram í gegnum skráninghnapp hér til hægri á forsíðu á sumarvefnum. Skráning hefst 19. apríl.

 

 

 

 

 

 

Í Tröð er starfsemi ungmenna á aldrinum 17 til 24 ára. Ungmennin þurfa að sækja um vinnu í gegnum vef Kópavogsbæjar. Umsóknarfrestur er til 8. apríl. Umsókn um sumarstarf 

Börn og unglingar með sérþarfir sem eiga lögheimili í Kópavogi og stunda nám í Klettaskóla eiga þess kost að sækja um sumarnámskeið í frístundaklúbbum í Klettaskóla. Skráningar um sumarnámskeið í Garði, Guluhlíð og Öskju fara í gegum Rafræna Reykjavík.

Nánari upplýsingar um námskeiðin, vinnutilboðin og skráningar er að finna í kynningum hér á vefsíðunni.

Gleðilegt sumar.