Stuttmyndaskólinn

Stuttmyndaskólinn

Kvikmyndanámskeið krakkanna


Kvikmyndanámskeiðið er fyrir börn á aldrinum 10  til 12 ára ( fædd 2005, 2006 og 2007 )

Nemendur læra um handrit, myndatöku, hljóðvinnu og klippingu. Einnig er fengist við hreyfimyndagerð: Teiknimyndir, leirmyndir, og klippimyndir. Kynntar eru "gópró" vélar og drónar. Gerðar eru stuttmyndir og hreyfimyndir sem sýndar eru lokadaginn og er þá ættingjum og vinum boðið á frumsýningu.
Hver nemandi fær sendan DVD disk með öllum myndunum.

Námskeiðstími: 08. júní - 16. júní

Námskeið A. frá kl. 09.00 - 12.00
Námskeið B. frá kl. 13.00 - 16.00

Bæði námskeiðin eru eins.

Námskeiðsgjald: kr. 14.000 og greiðist í byrjun námskeiðs. Veittur er systkinaafsláttur. Gott er að börnin hafi með sér hollt og gott nesti. 

Kennari er Marteinn Sigurgeirsson kennari og kvikmyndagerðarmaður.

Námskeiðið fer fram í Bókasafni Kópavogs 1. hæð.

Skráning er hafin í síma 666 - 7474 og 554 - 0056 eða á netfangið myndmidlun@gmail.com

Þetta vefsvæði byggir á Eplica