Ævintýranámskeið

Ævintýranámskeið

Leikja – og ævintýranámskeið  fyrir börn á aldrinum 7 til 9 ára, fædd 2011 – 2013.

Á leikjanámskeiðunum sem eru frá kl. 08.00 – 16.00 alla virka daga verður efniviðurinn sóttur í nær umhverfið og börnin æfa sig í að umgangast umhverfið. Börnin á námskeiðum munu fara í vettvangs,- og skoðunarferðir. Áhersla verður lögð á útileiki og skapandi vinnu með börnunum.

Námskeiðið er frá kl. 08.00 en skipulögð dagskrá hefst klukkan 09.00. Þátttakendur þurfa að hafa með sér hollt og gott nesti, hlífðarfatnað og annan fatnað er hæfir veðri og viðburðum/ferðum hverju sinni.

13. – 17. júlí
20. – 24. júlí
27. – 31. júlí  

Námskeiðsgjald er kr. 9.387 hver vika. Systkinaafsláttur er 20% við skráningu barns nr. 2 og 10% á hvert barn eftir það. Hámarksfjöldi er 25 börn á hvert námskeið.

ATH! Opnað er fyrir skráningar 24. júní. Námskeiðsgjald greiðist við skráningu. Skráningar eru hér

Forstöðumaður Ævintýranámskeiðs í Vatnsendaskóla er Sunna Rut Garðarsdóttir sími 696 – 1630

Forstöðumaður Ævintýranámskeiðs í Álfhólsskóla er Sindri Már Ágústsson sími 696 – 1627