MenningarKrakkar
– pöddur, hljóðfæri, bækur og myndlist –
Menningarhúsin í Kópavogi bjóða að venju upp á heilsdagsnámskeið fyrir börn á aldrinum 6 til 9 ára (1. – 4. bekkur). Námskeiðið fer fram á Bókasafni Kópavogs, Náttúrufræðistofu og í Gerðarsafni.
Um námskeiðið:
Rannsóknarleiðangarar með sérfræðingum Náttúrufræðistofu en líf í fjörum Kópavogs, pöddur og jurtir á kirkjuholtinu verður rannsóknarefnið. Skapandi bókagerð verður á dagskrá á Bókasafni Kópavogs, hljóðfærasmiðja og spennandi listsmiðja í Gerðarsafni þar sem fjölbreyttum aðferðum verður beitt. Í hádegishléi verður nóg um að vera á útisvæði Menningarhúsanna en námskeiðinu lýkur með sýningu á verkum barnanna.
Námskeiðið fer fram vikuna 17. – 21. ágúst frá klukkan 9:00 – 16:00.
Námskeiðsgjald er óbreytt frá fyrri árum kr. 24.000. Systkinaafsláttur er 20% við skráningu barns nr. 2 og 10% á hvert barn eftir það. Hámarksfjöldi barna á námskeiðið er 18 börn.
Þátttakendur þurfa að hafa meðferðis hollt nesti, hlífðarföt og stígvél.
Skráning fer fram í gegnum Frístundagátt Kópavogsbæjar.
ATH. FULLBÓKAÐ ER Á NÁMSKEIÐIÐ.
Börn með lögheimili utan Kópavogs geta skráð sig með því að senda tölvupóst á menningarhusin@kopavogur.is með yfirskriftinni “MenningarKrakkar”.
Nánari upplýsingar veittar á netfangið menningarhúsin@kopavogur.is