Reiðskólinn Eðalhestar

Reiðskólinn Eðalhestar er starfandi í hestamannafélaginu Sprett sem er staðsett í Garðabæ. Skólinn var stofnaður árið 2012. Eigendur reiðskólans eru Halla María Þórðardóttir og Magnús Líndal. Halla María er menntuð frá Háskólanum á Hólum og verður aðal leiðbeinandi krakkana á námskeiðunum. Hún hefur mikla reynslu af hestum þ.á.m. kennslu og keppnum. Magnús verður einnig starfandi við reiðskólann og hefur stundað nám við Landbúnaðar Háskólann á Hvanneyri ásamt því að vera bóndi með hesta og kindur.

Nánar um reiðnámskeiðin.
Námskeiðin eru ætluð fyrir krakka frá 6. ára aldri og hvert námskeið stendur yfir í eina viku frá mánudegi til föstudags nema annað komi fram. Þau eru byggð upp sem bæði hestanámskeið og leikjanámskeið.

Á staðnum er eldhús, örbylgjuofn og samlokugrill, brauðrist til afnota. Börnin þurfa að hafa með sé tvö nesti, vatnsbrúsa og föt eftir veðri. Hestar, öryggishjálmar og öll reiðtygi eru á staðnum fyrir börnin.

Námskeiðin fara fram frá kl. 09:00 – 15:00 og gæsla er í boði til kl. 16:00

Námskeiðsvikur.
Námskeið 1. 15. – 19. júní (kennt 20. júní laugardag vegna 17. júní) Verð 35.000
Námskeið 2. 22. – 26. júní. Verð 35.000
Námskeið 3. 29. júní – 3. júlí. Verð 35.000
Námskeið 4. 6. – 8. júlí (3 daga námsk. fyrir vana krakka frá kl. 9 – 15) vegna Landsmóts Hestamanna. Verð 24.000 (aðeins 14 pláss)
Námskeið 5. 13. – 17. júlí. Verð 35.000
Námskeið 6. 20. – 24. júlí. Verð. 35.000
Námskeið 7. 27. – 31. júlí. Verð 35.000
Námskeið 8. 4. – 7. ágúst námskeið fyrir vana krakka. Verð 39.000 (einungis 14 pláss)

Námskeiðiðn eru fyrir þá knapa sem eru að taka sín fyrstu skref í hestamennsku og þá sem hafa komið áður. Námskeiðið fyrir vana krakka er fyrir þá knapa sem hafa sótt námskeið oft og hafa reynslu og tök á því að fara hraðar.

ATH! Allir að muna að koma með nesti. Æskilegt er að hafa fingravettlinga og föt eftir veðri meðferðis, einnig er gott að hafa ullar – eða flíspeysu og stígvél þegar blautt er.

Allar nánari upplýsingar um námskeiðsvikur og námskeiðsgjald er að finna á facebooksíðu Eðalhesta hér eða á heimasíðu Eðalhesta hér.

Skráning er hafin í síma 867 – 1180 ( eftir kl. 14.00 á daginn ) og á facebook síðu Eðalhesta, þar er hægt að senda okkur skilaboð til að bóka pláss .

Sjáumst hress og kát í sumar!