Sumarnámskeið í Kópavogi
Leynileikhúsið verður með leiklistarnámskeið í Kópavogsskóla og í samstarfið við Leikfélag Kópavogs í sumar fyrir börn á aldrinum 7 til 13 ára.
Markmið námskeiða Leynileikhússins er að hver nemandi geti búið til leikrit hvar sem er og hvernær sem er, einungis með ímyndunaraflið að vopni.
LEIKGLEÐI er útgangspunktur allra námskeiða Leynileikhússins.
FRUMSKÖPUN og SPUNI er aðferðafræðin.
Unnið er sérstaklega með samvinnu, hlustun, tjáningu og einbeitingu.
Nemendum er hjálpað að finna sínum eigin hugmyndum farveg og byggja þannig upp sjálfstraust og framkomuhæfileika.
Námskeiðin eru færð út á græn svæði þegar veður leyfir.
Námskeiðin enda með lokasýningu sem aðstandendum er boðið á.
Kennarar sumarsins eru allir fagfólk í sviðslistum og hafa mikla reynslu af starfi með börnum.
Námskeið I. Kópavogsskóli
04.-07. ágúst (frí 03. ágúst)
Kl. 09.00-13.00 / 7 til 9 ára
Kl. 13.00-17.00 / 10 til 12 ára
Kennari: Ebba Sig. leikkona. Aðstoðarkennari: Svanhildur Guðný Aðalsteinsdóttir.
Námskeið II. Leikfélag Kópavogs, Funalind 2
10. – 14. ágúst
Kl. 09.00 – 13.00 / 8 – 10 ára
Kl. 13.00 – 17.00 / 11 – 13 ára
Kennari: Ástbjörg Rut Jónsdóttir (Adda Rut) sviðslistakona. Aðstoðarkennari: Ugla Helgadóttir.
Námskeið III. Leikfélag Kópavogs Funalind 2
17. – 21. ágúst
Kl. 09.00 – 13.00 /7 til 9 ára
Kl. 13.00 – 17.00 /10 til 12 ára
Kennari: Gríma Kristjánsdóttir leikkona. Aðstoðarkennari: Svanhildur Guðný Aðalsteinsdóttir.
Námskeiðsgjald.
5 daga vika/Almennt námskeið 20 kl.st. = kr. 26.600. (hámark 16 nemendur)
4 daga vika/Almennt námskeið 16 kl.st. = kr. 21.300. (hámark 16 nemendur)
Að venju er 15% systkinaafsláttur og reiknast hann af námskeiðsgjöldum allra systkina sem stunda námskeið á sumarönn.
Forstöðumaður/Umsjón með námskeiði.
Leynileikhúsið ehf.
Agnar Jón Egilsson, eigandi og framkvæmdastjóri
Andrea Katrín Guðmundsdóttir, verkefnastjóri
Skráning er hafin á https://leynileikhusid.felog.is/
Fyrirspurnir má senda á info@leynileikhusid.is eða hringja í síma: 864 – 9373.
Dagskrá sumarsins má finna hér: https://leynileikhusid.is/stundaskra/