Bókasafn Kópavogs Lindasafn

Lindasafn

Sumarnámskeið í skapandi skrifum fyrir börn  9 til 12 ára

Einu sinni var..... sumarnámskeið í skapandi skrifum.

Á námskeiðinu fá krakkarnir að lesa sögur, tala um sögur og síoðast en ekki síst, skrifa sögur. Við forvitnumst um það hvernig ímyndunaraflið okkar virkar og hvernig við fáum hugmyndir. 


Krakkarnir læra eftirfarandi:

  • Nota ímyndunaraflið til að skapa sögur.
  • Búa til sögupersónur
  • Skapa sögusvið og umhverfi
  • Fá hugmyndir og söguframvindu

Á námskeiðinu ætlum við líka að rannsaka mismunandi tegundir af bókum, eins og spennusögur, myndasögur, ævintýrasögur og sögur úr raunveruleikanum svo eitthvað sé nefnt. Krakkarnir vinna að eigin sögum og fá tækifæri til að skrifa bæði sjálfstætt og prófa að vinna saman í hóp. Námskeiðið hentar öllum þeim sem finnst gaman að lesa og skrifa sögur og öllum þeim sem finnst skemmtilegt að vinna og hugsa á skapandi hátt.


Dagsetning námskeiðs.
Námskeið: 26. júní - 30. júní frá kl. 13.00 - 15.00

Námskeiðsgjald er kr. 4.000. Allir fá viðurkenningarskjal að námskeiði loknu.

Kennari á námskeiðinu er  Eva Rún Þorgeirsdóttir.

Skráningar þurfa að berast á netfangið lindasafn@kopavogur.is fyrir 10. júní.
Athugið að takmarkaður fjöldi plássa er í boði.

Nánari upplýsingar veitir Sigrún Guðnadóttir útibústjóri Lindasafns, netfang: sigrun@kopavogur.is Þetta vefsvæði byggir á Eplica