Ævintýranámskeið

Í sumar býður Breiðablik upp á íþróttanámskeið fyrir börn á aldrinum 6 til 12 ára í Smáranum og Fagralundi. Námskeiðin eru hugsuð fyrir börn fædd á árunum 2008 til 2013 og verður skipulögð dagskrá frá kl. 09.00-16.00 alla virka daga.

Á ævintýranámskeiðunum verður farið í ýmislega leiki, íþróttir, göngutúra og fjöruferðir svo eitthvað sé nefnt.

Námskeið 1: 08. júní – 12.  júní (fyrir hádegi í Smáranum, eftir hádegi í Fagralundi)
Námskeið 2: 15. júní – 19. júní (fyrir hádegi í Smáranum, eftir hádegi í Fagralundi)
Námskeið 3: 22 júní – 26. júní  (fyrir hádegi í Smáranum, eftir hádegi í Fagralundi)
Námskeið 4: 29. júní – 03. júlí (fyrir hádegi í Smáranum, eftir hádegi í Fagralundi)
Námsekið 5: 06. júlí – 10. júlí (eftir hádegi í Fagralundi)
Námsekið 6: 13. júlí – 17. júlí (eftir hádegi í Fagralundi)
Námskeið 7: 20. júlí – 24. júlí (fyrir hádegi í Smáranum, eftir hádegi í Fagralundi)
Námskeið 8: 27. júlí – 24. júlí (fyrir hádegi í Smáranum, eftir hádegi í Fagralundi)
Námskeið 9: 04. ágúst – 07. ágúst (fyrir hádegi í Smáranum, eftir hádegi í Fagralundi)
Námskeið 10: 10. ágúst – 14. ágúst (fyrir hádegi í Smáranum, eftir hádegi í Fagralundi)

 

Verðskrá:
Námskeið 1/2 dagur (3 klst) kr. 7.300
Hádegismatur                          kr. 3.850
Gæsla 1 klst. á dag                   kr. 2.000

ATH. Aðeins er boðið upp á hádegismat í Smáranum.

Hægt er að skrá á námskeiðið hér.

Allar upplýsingar um Sumarnámskeiðin hér.

Fyrirspurnir sendast á halldor@breidablik.is