Dýr og list sumarnámskeið

Nú er opið fyrir skráningu á vinsæla sumarnámskeiðið okkar í Dýr og list fyrir börn á aldrinum 5 til 11 ára.

Námskeiðin eru haldin í Hestamannafélaginu Spretti í Garðabæ/Kópavogi og verða daglega í eina viku.

Hægt er að velja um að vera annað hvort fyrir hádegið frá klukkan 9:00 til 12:00 eða eftir hádegið frá klukkan 13:00 til 16:00.

 

Aðalmarkmið námskeiðsins er að börnin skemmti sér, komist í snertingu við dýr og efli skapandi hugsun.

Börnunum verður kennt að umgangast dýrin, þrífa hjá þeim, gefa þeim að borða, veita þeim ást og hlýju og þeir sem vilja, fá að fara á hestbak.

Við munum vinna með skapandi hugsun, persónulega tjáningu og ímyndunaraflið í myndlistinni.

 

Það verða einungis 10 til 15 börn á hverju námskeiði og þeim verður skipt upp í litla tveggja til þriggja manna hópa.

Mikilvægt er að börnin klæði sig eftir veðri því við munum vera mikið úti og taki með sér hollt og gott nesti fyrir nestistímann.

Í lok námskeiðsins, sem er á föstudögum, grillum við og höfum gaman en þá koma krakkarnir með pylsur/grænmetispylsur og brauð en við verðum með allt meðlæti og mögulega eitthvað óvænt í eftirmat.

Námskeiðsvika 1. 12. júní – 16. júní kl. 09.00 – 12.00 eða 13.00 – 16.00
Námskeiðsvika 2. 19. júní – 23. júní kl.09.00 – 12.00 eða 13.00 – 16.00
Námskeiðsvika 3. 03. júlí – 07. júlí kl. 09.00 – 12.00 eða 13.00 – 16.00
Námskeiðsvika 4.
10. júlí – 14. júlí kl. 09.00 – 12.00 eða 13.00 – 16.00
Námskeiðsvika 5. 17. júlí – 21. júlí kl. 09.00 – 12.00 eða 13.00 – 16.00
Námskeiðsvika 6. 24. júlí – 28. júlí kl. 09.00 – 12.00 eða 13.00 – 16.00

Námskeiðsgjald er kr. 27.000

Skráning er hafin og hægt er að bóka á námskeið í gegnum netfangið dyroglist@gmail.com eða í gegnum facebook síðu námskeiðsins Dýr og list.

 

Kennarar á námskeiðinu eru Sóldís Einarsdóttir og Þórunn Rebekka Ingvarsdóttir.

Sóldís Einarsdóttir hefur lokið myndlistakennaranámi frá Háskóla Íslands. Hún hefur starfað sem myndlistakennari í grunnskólum og hjá Myndlistaskóla Kópavogs, auk þess sem hún hefur starfað sem hundasnyrtir og við hundaþjálfun í mörg ár.

Þórunn Rebekka Ingvarsdóttir stundar nú nám í líffræði við Háskóla Íslands. Hún hefur starfað sem reiðkennari í Reiðskólanum Eðalhestar í mörg ár.

Við hlökkum til að sjá ykkur í sumar.