Handboltanámskeið
Handboltaskóli HK fyrir börn fædd á árunum 2010 – 2013.
Handboltaskólinn er fyrir alla sem langar að leika sér með bolta í sumar. Á námskeiðinu er þátttakendum skipt niður eftir aldri og áhersla lögð á að koma til móts við þarfir hvers og eins.
Uppbygging á námskeiðunum er eftirfarandi:
- Farið verður í leiki með boltum
- Leikir tengdir handbolta
- Æfingar sem fá iðkendur til að læra nýja hluti
- Handboltaskólinn er skóli þar sem við lærum og leikum með handbolta
Dagsetningar og námskeiðstími:
Námskeið 1: 15. júní – 19. júní í Kórnum, kl. 09.00 – 12.00*
Námskeið 2: 22. júní – 26. júní í Kórnum kl. 09.00 – 12.00
Námskeið 3: 29. júní – 03. júlí í Kórnum kl. 09.00 – 12.00
Námskeið 4: 04. ágúst – 07. ágúst í Kórnum kl. 09.00 – 12.00*
Námskeið 5: 10. ágúst – 14. ágúst í Kórnum kl. 09.00 – 12.00
Námskeið 6: 17. ágúst – 21. ágúst í Kórnum kl. 09.00 – 12.00
Námskeiðsgjald: Verð fyrir vikunámskeið er kr. 8.500. Verð fyrir fjögurra daga námskeið kostar 6.800 kr.* Veittur er 15% systkinaafsláttur. Innifalið í verði er nesti. Hægt er að greiða 5.000 kr. fyrir hádegismat og gæslu frá kl. 12.00 – 13.00.
Stjórnendur:
Skólastjóri handboltaskólans er yfirþjálfari handknattleiksdeildar HK Elías Már Halldórsson, honum til aðstoðar verða leikmenn meistaraflokka félagsins ásamt yngri þjálfurum félagsins. Nánari upplýsingar í tölvupósti veitir Elías Már Halldórsson
Hlökkum til að sjá sem flesta og er okkar markmið að einstaklingar á námskeiðinu upplifi skemmtun, gleði og framfarir í gegnum æfingar og leik í handboltaskólanum.
Skráningar hefjast 1. maí á skráningarsíðu HK