Knattspyrnuskóli HK

Knattspynrnunámskeið

HK verður með knattspyrnuskóla fyrir börn á aldrinum 5 til 13 ára. Börn fædd 2009 – 2013 frá kl. 09:00 – 12:00 í Kórnum. Börn fædd 2005 – 2008 eru frá kl. 12:45 – 14:00.

Markmið knattspyrnuskóla HK:
Að kynna helstu reglur og grunnþætti knattspyrnunnar og að þátttakendur kynnist knattspyrnunni á jákvæðan og skemmtilegan hátt. Lögð er áhersla á persónulega þjálfun og að hver þjálfari sé ekki með of mörg börn í hópi.

Um knattspyrnunámskeiðið:
Fyrir yngri hópinn 6 til 9 ára er farið í skemmtilega leiki með og án bolta. Farið er í skemmtilegar  þrautir og keppnir svo sem golfmeistarann, skyttukóngur, vítakóngur, halda á lofti – meistarinn og fleira.
Fyrir eldri hópinn 10 til 13 ára er áhersla lögð á aukna knatttækni, sendinga – og skottækni.

Námskeið 1: 11. júní – 14. júní*
Námskeið 2: 18. júní – 21. júní*
Námskeið 3: 24. júní – 28. júní
Námskeið 4: 01. júlí – 05. júlí
Námskeið 5: 08. júlí – 12. júlí
Námskeið 6: 15. júlí – 19. júlí
Námskeið 7: 12. ágúst – 16. ágúst

Námskeiðsgjald: Verð fyrir vikunámskeið er 8.500 kr. og verð fyrir fjögurra daga námskeið er kr. 6.800.
Verð fyrir eldri er kr. 5.000 fyrir vikunámskeið og kr. 4.000 fyrir fjögurra daga námskeið . Veittur er 15% systkinaafsláttur. Einnig er veittur 15% afsláttur ef fleira er eitt námskeið í knattspyrnuskólanum er tekið yfir sumarið. Innifalið í námskeiðsgjaldi er nesti.

Umsjón með Knattspyrnuskóla HK hafa Ragnar Gíslason yfirþjálfari knattspyrnudeildar HK, netfang: ragnarg@hk,.is og Ómar Ingi Gíslason omaringi@hk.is

Skráningar hefjast 1. maí á skráningarsíðu HK