Leynileikhúsið

Leynileikhúsið

Sumarnámskeið Leynileikhússins í Kópavogsskóla 

Vikulög sumarnámskeið Leynileikhússins fara fram í Kópavogsskóla sumarið 2017

Um námskeiðið:
Á námskeiðunum er að venju unnið með skapandi aðferðir, ímyndunarafl nemenda, spuna, persónusköpun og samvinnu. Námskeiðin eru færð út á græn svæði eins mikið og veður leyfir. Á lokadegi námskeiðs er opinn tími, þar sem þátttakendur fá tækifæri til að sýna vinum og fjölskyldu afrakstur vikunnar.

Hjá Leynileikhúsinu er ávallt lögð áhersla á að vinna út frá LEIKGLEÐI. Með frumsköpun að leiðarljósi er farið í gegnum grunnatriði leiklistar og sköpunar. Í gegnum leiki, æfingar og spuna er unnið sérstaklega með hlustun, samvinnu, einbeitingu og tjáningu. Hugmyndum nemanda er fundinn farvegur og sjálfstraust og framkomuhæfileikar þeirra þannig efldir.

Námskeiðstími:
31. júlí - 4. ágúst  (20 tíma námskeið)

Námskeið 1: Kl. 09.00 - 13.00 -  börn 7 til 9 ára ( fædd 2007 - 2009)
Námskeið 2: Kl. 13.00 - 17.00 -  börn 10 til 12 ára ( fædd 2004 - 2006) 

 ATH! Hámarksfjöldi þátttakenda á hvert námskeið er 16 börn. 

Námskeiðsgjald:
5 daga vika/ 20 klst. kr. 24.900. Systkinaafsláttur er 15% og reiknast hann af námskeiðsgjöldum allra systkina sem stunda námskeið á sumarönn.

Skráning: Skráning fer fram á heimasíðu Leynileikhússins HÉR 

Kennarar námskeiðanna eru fagfólk í sviðslistum og einnig reyndir kennarar hjá Leynileikhúsinu.

Ef einhverjar spurningar vakna, hafið samband við Leynileikhúsið í síma 864 - 9373 eða með tölvupósti info@leynileikhusid.is

Heimasíða Leynileikhússins 
Facebooksíða Leynileikhússins 

Leynileikhúsið
Skaftahlíð 40
105 RVK.
Sími 864 - 9373
Netfang: info@leynileikhusid.is
Heimasíða og skráning
Fésbók og upplýsingar

Þetta vefsvæði byggir á Eplica