Rauði krossinn

Rauði krossinn býður uppá eftirfarandi sumarnámskeið 2021.

Bjargvættir.

Námskeiðið er ætlað börnum og ungmennum á aldrinum 12 – 16 ára sem vilja læra grunnatriði skyndihjálpar og öðlast lágmarksfærni í að veita slösuðum eða veikum aðstoð í bráðatilfellum.

Þátttökugjald er 6.500 krónur.

Nánari upplýsingar, dagsetningar og skráningar eru hér

 

 

 


Börn og umhverfi.

Börn og umhverfi hjá Rauða krossinum í Kópavogi er ætlað ungmennum fædd á árinu 2009 og eldri (12 ára og eldri).

Á námskeiðinu er farið í ýmsa þætti sem varða umgengni og framkomu við börn. Rætt er um árangursrík samskipti, aga, umönnun og hollar lífsvenjur, leiki og leikföng. Lögð er áhersla á um­fjöllun um slysavarnir og algengar slysahættur í umhverfinu ásamt kennslu í skyndihjálp. Að auki fá þátttakendur innsýn í sögu og starf Rauða krossins.

Þátttökugjald er 11.900 krónur.

Nánari upplýsingar, dagsetningar og skráningar eru hér