Reiðskólinn Eðalhestar

Reiðskólinn Eðalhestar

Reiðskóli

Reiðskóli Eðalhestar er starfandi í hestamannafélaginu Sprett sem er staðsett í Garðabæ ( áður Andvari ). Skólinn var stofnaður árið 2012. Eigendur reiðskólans eru Halla María Þórðardóttir og Magnús Líndal.  Halla María er menntuð frá Háskólanum á Hólum og verður aðal leiðbeinandi krakkana á námskeiðunum. Hún hefur mikla reynslu af hestum þ.á.m. kennslu og keppnum. Magnús verður einnig starfandi við reiðskólann og hefur stundað nám við Landbúnaðar Háskólann á Hvanneyri ásamt því að vera bóndi með hesta og kindur.

Nánar um reiðnámskeiðin.
Námskeiðin eru ætluð fyrir börn á aldrinum 6 til 15 ára og hvert námskeið stendur yfir í 1. viku í senn frá mánudegi til föstudags frá kl. 09:00 - 16:00. Á staðnum er eldhús, þar er ískápur, örbylgjuofn, samlokugrill, brauðrist, glös og diskar til afnota. Matartíminn er milli kl.12:00 og 13:00.

Hestar, öryggishjálmar og öll reiðtygi eru á staðnum fyrir börnin.  Á hverju námskeiði verður boðið upp á hópa fyrir bæði byrjendur og lengra komna. Nemendum er skipt í hópa eftir getu og þekkingu og fá allir kennslu við sitt hæfi.  Farið verður yfir grunnreiðmennsku (ásetu og stjórnun), umgengni (hvernig á að umgangast hesta og leggja á) Bóklegt á léttum nótum og verklegt. Janfvægis æfingar, og gangtegundir. Og auðvitað farið í skemmtilega reiðtúra. Einnig förum við í leiki. Förum á hestbak einu sinni til tvisvar á dag.

Lagt er upp úr því að kennslan sé fjölbreytt og skemmtileg.  Í lok hvers námskeiðs fá allir verðlaunagrip (medalíu) fyrir þátttöku á námskeiðinu.

ATH! Börnin þurfa að hafa með sér nóg af hollu og góðu nesti. Æskilegt er að hafa fingravettlinga með og föt eftir veðri, gott að hafa ullarpeysu, ullarsokka og stígvél.  

Námskeiðsvikur.

Námskeið 1: 19. júní - 23. júní. 
Námskeið 2: 
26. júní - 30. júní
Námskeið 3: 03. júlí -  07. júlí
Námskeið 4: 10. júlí - 14. júlí
Námskeið 5: 17. júlí - 21. júlí 
Námskeið 6: 24. júlí - 28. júlí
Námskeið 7: 31. júlí - 04. ágúst
Námskeið 8: 08. ágúst - 11. ágúst

Staðfestingargjald/ námskeiðsgjald.
Greiða þarf staðfestingargjald kr. 10.000, leggja þarf inn á reikning nr. 0546 - 26 - 8683 kt. 701104 - 2420. Munið að setja í skýringu nafn barnsins og senda SMS staðfestingu eða koma með kvittun við komu á námskeiðin.

Eftirstöðvar námskeiðsgjalds er greitt á staðnum með staðgreiðslu. Ef um millifærslu er að ræða þarf að koma með afrit af millifærslu.

Allar nánari upplýsingar um námskeiðsvikur og námskeiðsgjald er að finna á facebooksíðu Eðalhesta hér eða á heimasíðu Eðalhesta hér.

Skráning er hafin í síma 867 - 1180 og á facebook síðu Eðalhesta.

Sjáumst hress og kát í sumar!


Þetta vefsvæði byggir á Eplica