Siglingafélagið Ýmir

Siglingaæfingar fyrir  börn og unglinga

Í sumar verður boðið upp á siglingaæfingar fyrir börn og ungmenni á aldrinun 7 til 16 ára hjá félaginu við Naustavör, en hópurinn verður tvískiptur:

Siglingaæfingar fyrir börn (fædd: 2008-2013) á þriðjudögum, fimmtudögum og laugardögum. Æfingarnar hefjast fimmtudaginn 11. júní og standa til 20. ágúst og standa frá kl. 14.00 – 17.00. Æfingarnar eru ætlaðar byrjendum og líka þeim sem hafa einhverja reynslu af siglingum.  Þátttakendur læra að sigla einmennings- og tvímenningskænum og fá fræðslu um hnúta, veðurfræði, náttúrufræði hafsins, siglingafræði og fleira sem tengist siglingum og útivist á sjó.  Farið verður í stuttar ferðir með leiðbeinanda og aðrir siglingaklúbbar á höfuðborgarsvæðinu heimsóttir.

 

Siglingaæfingar fyrir unglinga (fædd: 2004-2007) á mánudögum, miðvikudögum og laugardögum. Æfingarnar hefjast miðvikudaginn 10. júní og standa til 19. ágúst og standa frá kl. 14.00 – 17.00. Æfingarnar eru ætlaðar byrjendum og líka þeim sem hafa einhverja reynslu af siglingum.  Þátttakendur læra að sigla einmennings- og tvímenningskænum sem og læra að sigla sem áhöfn á kjölbátum. Farið er í kappsiglingar, siglingar sem ferðamáti og aðra grunnþætti sem snerta sjómennsku og útivist á sjó sbr. húta, splæs, haffræði, veðurfræði, náttúrufræði hafsins, siglingafræði og fleira. Farið verður í stuttar ferðir með leiðbeinanda, tekið þátt í stuttum siglingakeppnum og aðrir siglingaklúbbar á höfuðborgarsvæðinu heimsóttir.


Æfingatímabil/ æfingagjaldgjald:

Boðið verður upp á 10 vikna æfingatímabil frá 10. júní – 20. ágúst og æfingagjald er kr. 30.000. Frístundastyrk er hægt að nýta á 10 vikna námskeiðið.

Einnig er boðið upp á hálft æfingatímabil sem kostar kr. 15.000, en jafnan er miðað við að börnin byrji í upphafi tímabilsins.  Ekki hægt að nýta frístundastyrk fyrir hálft tímabil. Hámarksfjöldi á æfingunum er að jafnaði 12 börn. Systkinaafsláttur er 20% við skráningu barns nr. 2 og 10% á hvert barn eftir það.

 

 

 

Umsjónarmaður æfinganna er Sigríður G. Ólafsdóttir og veitir hún frekari upplýsingar. Netfang: siggaskipstjori@gmail.com og símanúmer: 896-5874.

Hægt að sækja um siglingaæfingar Ýmis í gegnum Frístundagátt Kópavogsbæjar.

 

Opnunarhátíð Siglingafélagsins Ýmis laugardaginn 6. júní 2020

Laugardaginn 6. júní kl. 13 mun Siglingafélagið halda upp á upphaf siglingavertíðarinnar. Félagsmenn og áhugafólk um siglingar velkomið að skoða og prófa bátakost félagsins. Enn fremur verður dagskrá sumarsins kynnt og boðið upp á grillaðar pylsur.

 

Komdu út á að sigla

Siglingarfélagið Ýmir er íþróttafélag sem veitir meðlimum aðgang að útivist og íþróttaiðkun á sjónum á höfuðborgarsvæðinu. Félagið sérhæfir sig í seglbátasiglingum og róðri á kajökum. Félagið býður upp á æfingar, námskeið, aðgengi að bátakosti og félagsstarf fyrir börn, unglinga og fullorðna. Ýmir sér einnig um mótshald í siglingum í samstarfi við Siglingasamband Íslands og aðra siglingaklúbba á Íslandi.

Félagsmenn Ýmis hafa aðgang að seglbátum og kajökum félagsins ef sá búnaður er ekki í notkun í æfingum og námskeiðum á vegum félagsins og ef hægt er að tryggja öryggi á meðan ástundun á sér stað. Félagið lánar ekki eða leigir út báta til lengri ferðalaga, veiða eða atvinnustarfsemi. Vélbátar í eigu félagsins eru hugsaðir sem öryggistæki, en eru einnig notaðir til stuttra skemmtiferða á vegum félagsins þegar tækifæri gefst.

 

Í sumar verður í framhaldi af Opnunarhátíð félagsins boðið upp á opið hús fyrir félagsmenn

Opnunin er eftirfarandi:

Mánudagar 17-20: Kynning og námskeið fyrir byrjendur jafnframt í boði

Þriðjudagar 17-20: Fjölskyldur sérstaklega velkomnar

Miðvikudagar 17-20: Kynning og námskeið fyrir byrjendur jafnframt í boði

Fimmtudagar 17-20: Félagskvöld og grill

Laugardagar 14-17: Fræðsla og samsigling

Athuga skal að allir sem sigla á bátum félagsins þurfa að vera skráðir félagar hjá Siglingafélaginu Ými (senda helstu persónuupplýsingar á siglingafelag@siglingafelag.is) og skrifa undir sjálfsábyrgðaryfirlýsingu. Enn fremur þurfa nýliðar að fara í gegnum öryggiskynningu og gerð er krafa um að fólk hafi þekkingu á notkun og stjórnun þeirra báta sem viðkomandi vill fara út á. Boðið er upp á grunnnámskeið í siglingum til að félagsmenn geti nýtt sér bátakostinn, telur það 5 skipti og kostar 25.000 kr. Félagsmenn er hvattir til að kynna sér vel reglur og tilmæli sem settar eru með notkun bátanna.

Félagsgjald er kr. 5.000 fyrir árið 2020 og skal millifæra það á reikning félagsins 536-26-6634, kt:470576-0659. Kvittun á að senda á siglingafelag@siglingafelag.is með kennitölu viðkomandi í útskýringu.

Skútunámskeið/undirbúningsnámskeið fyrir skemmtibátapróf:

Siglingafélagið Ýmir býður upp á skútunámskeið fyrir fullorðna. Nemandur eru undirbúnir fyrir próf í verklegum hluta skemmibátaprófsins, sjá námskrá fyrir hásetanámskeið: www.siglingafelag.is, undir kjölbátar.

Námskeið nr. 1: 6-18. júlí 2020

Námskeið nr. 2: 10-22. ágúst 2020

Hvert námskeið telur 5 skipti: 4 tíma í senn á mánudögum, miðvikudögum og laugardögum. Verð: kr. 45.000. Nánari upplýsingar gefur Sigríður Ólafsdóttir í síma 896-5874 eða á netfanginu siggaskipstjóri@gmail.com.

Greiða skal inná reikning félagsins: 536-26-6634, kt. 470576-0659 og senda Sigríði kvittun. Gert verður út frá Ýmishöfninni í Kópavogi.


Mót á vegum félagsins

Opnunarmót kæna 30-31. maí

Íslandsmót kjölbáta 10-16. ágúst

Lokamót kjölbáta 5. september

Áramót 31. desember

Umsjón móta og mótanefnd; Aðalsteinn Loftsson og Ólafur Bjarnason