Siglingafélagið Ýmir

Sumarstarf – Siglingaæfingar 2021

 Hópur 1. 7 til 11 ára ( fædd 2014 – 2009) 12 pláss.

Æfingarnar eru skipulagðar fyrir byrjendur og þá sem hafa einhvern grunn í siglingum. Þátttakendur læra að sigla kænum og fá fræðslu um siglingar og útivist á sjó. Æfingarnar verða á þriðjudögum og fimmtudögum  frá kl. 14:00 – 17:00. Æfingatímbil er frá 15. júní til 15. ágúst.

 

Hópur 2.  12 til 16 ára (fædd 2008 – 2005) 12 pláss.

Æfingarnar eru ætlaðar byrjendum og lengra komnum. Þátttakendur læra að sigla á kænum félagsins. Jafnframt verður tekið þátt í kappsiglingum og annarri útivist á sjó. Æfingarnar verða á mánudögum og miðvikudögum frá kl. 14:00 – 17:00.  Æfingatímabil er frá 14. júní – 15. ágúst.

Hópur 3. Fyrir vana siglara, 12 pláss. Æfingar verða þrisvar í viku, á þriðjudögum, fimmtudögum og föstudögum frá kl. 16:30 – 19:30.

Opnar æfingar verða fyrir alla hópana á föstudögum kl. 14:00 – 17:00.

Æfingagjald er kr. 45.000. Hægt er að sækja um frístundastyrk á Frístundagátt Kópavogsbæjar. Einnig er boðið upp á hálft æfingatímabil sem kostar kr. 22.500. Ekki er hægt að nýta frístundastyrkinn fyrir það. Systkinaafsláttur er 20%. Hægt er að senda fyrirspurnir á  siglingafelag@siglingafelag.is

Skráning fer fram í gegnum Frístundagátt 

Þrír starfsmenn Ýmis, þjálfari og tveir aðstoðarþjálfarar stjórna æfingunum.