Söguheimar

Söguheimar

Sumarnámskeið Söguheima Waldorfsskólinn Lækjarbotnum

Sirkus 1.
Sirkusnámskeið er fyrir börn á aldrinum 12 til 16 ára. 

Námskeiðið er hugsað sem framhaldsnámskeið í sirkuslistum og sviðsframkomu fyrir ungt fólk og lengra komna. Á námskeiðinu kynnumst við enn betur öllum sirkusgreinunum. Við byggjum turna og pýramída, æfum heljarstökk, geggl, línudans, trampólín, loftfimleika í rólu, reipi, silki og trúðaleik. Saman finnum við út hvað okkur langar að vinna meira með og finnum leiðir til þess að setja fram listir okkar fyrir aðra til að njóta.

Námskeiðið er 19. júní - 23. júní frá kl. 09.00 - 15.00
Námskeiðsgjald: kr. 18.000 fyrir vikuna og veittur er 20% systkinaafsláttur.
Hámarksfjöldi: 20 börn

Sirkus 2.
Sirkusnámskeið fyrir börn á aldrinum 8 til 13 ára

Á námskeiðinu verður farið í undirstöðuatriðin í sirkus og sviðsframkomu með áherslu á sköpun. Staðsetningin og aðstaðan bíður upp á að gera sirkus undir berum himni og uppifa það að takast á við hið ótrúlega á fallegum stað. Boðið er upp á fimleika, geggl, línudans, trampólín, listir í rólu, reipi, silki og trúðaleik. Miðað er við kennslu úti í náttúrunni en einnig er aðstaða inni. Námskeiðið fer fram í fallegu umhverfi og í aðstöðu Waldorfsskólans í Lækjarbotnum.

Námskeiðið er: 26. júní - 30. júní frá kl. 08.30 - 14.30
Námskeiðsgjald: kr. 18.000 kr. fyrir vikuna og veittur er 20% systkinaafsláttur
Hámarksfjöldi: 25 börn 

Sumarbúðir.
Sumarbúðir Söguheima fyrir börn á aldrinum 8 til 13 ára.

Sumarbúðirnar eru haldnar í græna dalnum í Waldorfsskólanum í Lækjarbotnum. Í sumarbúðum Söguheima er farið inn í eina sögu hverja viku. Í þessum fallega dal ætlum við að reisa tjöldin okkar og kveikja varðelda undir gullnu þaki heimsins. Við munum horfa á eftir miðnætursólinni, sofa í tjöldunum og sitja við eldinn. Á þessu ári ætlum við að fylgja eftir sögunni um Línu Langsokk eftir Astrid Lindgren, sjá það og upplifa.

Á daginn munum við baka pönnukökur, finna hluti, reyna að hafa upp á spúnk og hver veit nema við hittum sjóræningja. Ásamt þessu er örugglega líka í boði að æfa sirkus og dans, læra að tálga, skjóta af boga, mála úti með vatnslitum, teikna og segja sögur. Við ætlum að elda sem mest úti á hlóðum undir berum himni og gera ljúffengan mat. Á kvöldin eru varðeldar og leiðbeinendur sýna leikþætti úr söguni og skapa sögusvið fyrir næsta dag. Við ætlum að fylgja hjartanu og þeirri sannfæringu að allt getur gerst.

Við ætlum að leika okkur í söguheimi sögunnar, fá að upplifa hana, heyra og reyna. Tileinkum okkur boðskap hennar og vinnum með hana á ýmsan hátt. Lærum að vera úti í náttúrunni, umgangast náttúruöflin vind, vatn, eld og jörð.

Lína Langsokkur. 18. júlí - 23. júlí ( 6 dagar )
Námskeiðsgjald: kr. 30.000. systkinaafsláttur 20%
Hámarksfjöldi: 30 börn.

Skráning: Skráningar hefjast 9. apríl á heimasíðu Söguheima .
Nánari upplýsingar veita Ívar í síma 892 - 1142 og Lui í síma 858 - 7443.
Einnig er hægt að senda póst á netfangið sirkusnamskeid@gmail.com og soguheimar@gmail.com  

Þetta vefsvæði byggir á Eplica