Skólagarðar

Skólagarðar Kópavogs

Að rækta matjurtagarð

Skólagarðar hafa verið reknir á vegum Kópavogsbæjar síðastliðin 50 ár. 

Þeir eru ætlaðir börnum á aldrinum 6 til 13 ára. Þar fá þau útsæði, plöntur og fræ ásamt leiðsögn við ræktun algengustu matjurta. Leiðbeinendur og aðstoðarmenn starfa með börnunum, en auk ræktunarinnar er farið í leiki, skoðunarferðir, haldið íþróttamót, grillað og fleira skemmtilegt. Skólagarðarnir eru þó hvorki leikjanámskeið né gæsluvellir fyrir börn.

Skólagarðar Kópavogs eru starfsæktir á eftirtöldum stöðum.

  • Í Fossvogsdal við Víðigrund
  • Við Dalveg hjá endurvinnslustöð Sorpu
  • Við Arnarnesveg á mörkum Sala - og Kórahverfis

Innritun í Skólagarða hefst 19. apríl ( Sumardaginn fyrsta ). Starfið hefst í byrjun júní og lýkur með uppskerudegi seinni hluta ágústmánaðar.

Verð fyrir hvern garð er 5.200 kr.

Umsjón með skólagörðum hefur Svavar Pétursson verkefnastjóri. Starfsmenn Skólagarða svara fyrirspurnum í tölvupóstfanginu skolagardar@kopavogur.is 

Skráning í skólagarða er í Frístundagátt Kópavogsbæjar - hér. ATH! Óskir um staðsetningu skal skrá í athugasemdadálk á skráningarsíðu.
Þetta vefsvæði byggir á Eplica