Sumarbúðir skáta

Sumarbúðir skáta-Úlfljótsvatn
Ævintýrahelgar fyrir fjölskylduna

GE DIGITAL CAMERA

Starf sumarbúða skáta verður með nýju sniði sumarið 2017. Í stað hefðbundinna sumarbúða verður þetta ár boðið upp á ævintýrahelgar fyrir fjölskyldur. Fjölskyldan getur þá öll tekið þátt í dagskrárliðum sem venjulega standa til boða í sumarbúðum og búið til skemmtilegar minningar saman.

Fjölskyldan getur komið á fimmtudags – eða föstudagseftirmiðdegi og tekið þátt í dagskrá fram á sunnudag. Hægt er að vera í innigistingu eða eigin tjaldi/gistihýsi en allar máltíðir eru innfaldar í sumarbúðagjaldi.

Dagsetningar í boði:
06. júlí – 09. júlí.
10. ágúst –  13. ágúst

Þátttakendur í seinni helginni munu, að hluta til, taka þátt í litlu alþjóðlegu skátamóti sem verður á sama tíma, þar sem skátar mæta í litlum hópum eða með fjölskyldum sínum.

Sumarbúðagjald fyrir þá sem vilja vera í innigistingu.
3 dagar kr. 17.800 á mann
4 dagar kr. 18.800 á mann

Sumarbúðagjald fyrir þá sem koma með eigin tjald/gistihýsi.
3 dagar kr. 14.300 á mann
4 dagar kr. 15.300 á mann
Frítt er fyrir 0 til 4 ára.

Systkinaafsláttur: Fullt verð er fyrir fyrsta barn og kr. 2000 í afslátt fyrir önnur. Innifalið í verði er gisting, matur og dagskrá.

Smelltu hér til að skrá fjölskylduna þína.

Við minnum einnig á að fjölskyldutjaldstæðið okkar er opið allt sumarið og reglulega er boðið upp á dagskrá fyrir tjaldgesti.

Útileguhelgi fjölskyldunnar 2017 verður haldin 26. – 28. maí, en þá er frítt fyrir fjölskyldur að tjalda á tjaldstæðinu á Úlfljótsvatni. Um verslunarmannahelgina verður, venju samkvæmt, blásið til glæsilegrar útihátíðar fyrir fjölskyldufólk á Úlfljótsvatni.

Fylgist með á heimasíðu sumarbúða og á facebook – síðu Úlfljótsvatns

Útilífsmiðstöð skáta,
Úlfljótsvatni. 801 Selfoss
Sími 482 – 2674
Heimasíða Úlfljótsvatns