Sumarnámskeið KFUM og KFUK

Leikjanámskeið í Lindakirkju

Markmið leikjanámskeiðanna er að bjóða börnunum á aldrinum 6 til 9 ára upp á metnaðarfullt sumarstarf þar sem lögð er áhersla á aukinn þroska líkama, sálar og anda.

Mikið er lagt upp úr því að mæta hverju barni á eigin forsemdum og því mikil áhersla lögð á vináttu, kærleika, virðingu fyrir hvert öðru og unnið með kristið siðferði í hugsunum, orðum og gjörðum.

Skemmtilegir dagar
Á hverjum degi er boðið upp á skemmtilega, vandaða og fjölbreytta dagsskrá. Má þar nefna útivist, föndur, íþróttir, leiki, vettvangsferðir og fræðslu um lífið og tilveruna út frá kristilegu sjónarmiði. Lögð er áhersla á að hvert barn fái að njóta sín sem best í leik og starfi.

Námskeiðin eru alla virka daga frá kl. 09.00 –16.00. Húsin opna kl. 08.45.

Börnin þurfa að hafa með sér nesti fyrir allan daginn, morgunmat, hádegismat og síðdegishressingu. Mælt er með hollu og næringarríku nesti.

 

Námskeið í Lindakirkju

  • Námskeið 1: 08. júní  – 12. júní  kr. 15.900
  • Námskeið 2: 15. júní – 19. júní   kr. 12.900
  • Námskeið 3: 22. júní – 22. júní   kr. 15.900
  • Námskeið 4: 29. júní – 03. júlí    kr. 15.900
  • Námskeið 5: 06. júlí – 10. júlí     kr. 15.900
  • Námskeið 6: 13. júlí – 17. júlí     kr. 15.900

Vinsamlega athugið: Hámarksfjöldi á hvert námskeið eru 25 börn.

Skráning á námskeiðin fer fram á heimasíðu KFUM og KFUK www.kfum.is