Sumarnámskeið KFUM og KFUK

Sumarnámskeið KFUM og KFUK

Leikjanámskeið í Lindakirkju

Markmið leikjanámskeiðanna er að bjóða börnunum á aldrinum 6 til 9 ára upp á metnaðarfullt sumarstarf þar sem lögð er áhersla á aukinn þroska líkama, sálar og anda. 

Mikið er lagt upp úr því að mæta hverju barni á eigin forsemdum og því mikil áhersla lögð á vináttu, kærleika, virðingu fyrir hvert öðru og unnið með kristið siðferði.

Námskeiðin eru alla virka daga frá kl. 09:00 –16:00. Börnin þurfa að hafa með sér hollt og gott nesti.

  • Námskeið 1: 07. júní  - 09. júní  kr. 7.200
  • Námskeið 2: 12. júní - 16. júní   kr. 11.500
  • Námskeið 2: 19. júní - 23. júní   kr. 11.500
  • Námskeið 3: 26. júní - 30. júní   kr. 11.500
  • Námskeið 4: 03. júlí - 07. júlí      kr. 11.500

Veittur er 10% systkina afsláttur og ef barn er lengur en eina viku fæst 10% afsláttur af seinni vikunni líka.

Skráning á námskeiðin fer fram á heimasíðu www.kfum.is 
Þetta vefsvæði byggir á Eplica