Sumarnámskeið KFUM og KFUK

Leikjanámskeið í Lindakirkju og Digraneskirkju

Markmið leikjanámskeiðanna er að bjóða börnunum á aldrinum 6 til 9 ára upp á metnaðarfullt sumarstarf þar sem lögð er áhersla á aukinn þroska líkama, sálar og anda.

Mikið er lagt upp úr því að mæta hverju barni á eigin forsemdum og því mikil áhersla lögð á vináttu, kærleika, virðingu fyrir hvert öðru og unnið með kristið siðferði í hugsunum, orðum og gjörðum.

 

 

 

 

 

 

Skemmtilegir dagar
Á hverjum degi er boðið upp á skemmtilega, vandaða og fjölbreytta dagsskrá. Má þar nefna útivist, föndur, íþróttir, leiki, ferðir og fræðslu um lífið og tilveruna út frá kristilegu sjónarmiði. Lögð er áhersla á að hvert barn fái að njóta sín sem best í leik og starfi.

Námskeiðin eru alla virka daga frá kl. 09.00 –16.00. Húsin opna kl. 08.30. Börnin þurfa að hafa með sér hollt og gott nesti.

Námskeið í Lindakirkju

  • Námskeið 1: 04. júní  – 08. júní  kr. 13.600
  • Námskeið 2: 11. júní – 15. júní   kr. 13.600
  • Námskeið 3: 18. júní – 22. júní   kr. 13.600
  • Námskeið 4: 25. júní – 29. júní   kr. 13.600
  • Námskeið 5: 02. júlí – 06. júlí      kr. 13.600

Námskeið í Digraneskirkju

  • Námskeið 1: 04. júní  – 08. júní  kr. 13.600
  • Námskeið 2: 11. júní – 15. júní   kr. 13.600
  • Námskeið 3: 18. júní – 22. júní   kr. 13.600
  • Námskeið 4: 25. júní – 29. júní   kr. 13.600
  • Námskeið 5: 02. júlí – 06. júlí      kr. 13.600

Vinsamlega athugið: Hámarksfjöldi á hvert námskeið eru 25 börn.

Skráning á námskeiðin fer fram á heimasíðu www.kfum.is  með símtali til KFUM og KFUK í síma 588 – 8899 eða með tölvupósti á netfangið skraning@kfum.is