Keilir Ásbrú – sumarskóli

Flugbúðir Flugakademíu Keilis

Flugakademía Keilis býður upp á flugbúðir fyrir ungt fólk og aðra áhugasama um flug.  Á námskeiðinu er farið yfir allt það áhugaverðasta og skemmtilegasta sem kennt er í flugtengdum fögum. Þátttakendur fá innsýn inn í áhrif veðurs á flug, hvernig flugvélar eru uppbyggðar og hvernig þær fljúga. Einnig verður kynning á öðrum hliðum flugheimsins td. flugvirkjun og flugumferðarstjórn.

Gestafyrirlesarar úr flugtengdum fögum verða á námskeiðinu, svo sem flugmaður sem segir frá daglegu lífi sínu í millilandaflugi, og eru leiðbeinendur flugmenn og kennarar við Flugakademíu Keilis. Farið verður í vettvangsferðir og áhugaverðir flugtengdir hlutir skoðaðir – í mörgum tilfellum eitthvað sem venjulegt fólk upplifir aldrei.

Námskeiðið hentar vel þeim sem hafa brennandi áhuga á flugi og flugtengdum málum, sem og þeim sem hyggja á flugnám í framtíðinni. Allir þátttakendur fá persónulega kynningu á Redbird þjálfunarflughermi Flugakademíu Keilis.

Námskeiðið er fyrir 13 ára og eldri

 

Keilir miðstöð vísinda, fræða og atvinnulífs
Keilir á Facebook