Ritlist, vísindi og myndlist

Menningarhúsin í Kópavogi

Ritlit, vísindi og myndlist

Í sumar bjóða Menningarhúsin í Kópavogi í annað sinn upp á heilsdagsnámskeið fyrir börn á aldrinum 6 til 9 ára. Námskeiðið fer fram í Náttúrufræðistofu, Bókasafni Kópavogs og í Gerðarsafni.

Námskeiðið er vikuna 14. – 18. ágúst frá klukkan 09.00 - 16.00

Fyrir hádegi fer námskeiðið fram á Náttúrufræðistofu annarsvegar og aðalsafni Bókasafns Kópavogs hinsvegar en eftir hádegi í Gerðarsafni.

Í hádegishléi munu leiðbeinendur á vegum Kópavogsbæjar sjá um nestistíma og fara í leiki á útivistarsvæði Menningarhúsanna.

Börnin munu hafa aðstöðu í fyrirlestrarsal á 1. hæð Náttúrufræðistofu/bókasafns en stuðlað verður að notalegum samverustundum í hádeginu.

Þátttakendur þurfa að hafa meðferðis hollt og gott nesti, hlífðarföt og stígvél.

Hámarksfjöldi á námskeiðið er 18 börn.

Námskeiðsgjald: kr. 24.000. Systkinaafsláttur er 20% við skráningu barns nr. 2 og 10% á hvert barn eftir það

Skráning fer fram í gegnum Frístundagátt Kópavogsbæjar. HÉR 

Nánari upplýsingar veitir Ólöf Breiðfjörð í síma 441 - 7607 eða á netfangið: olof@kopavogur.is 


 Dagsskrá námskeiðsins:

14. – 16. ágúst kl. 09:30 – 12:00
Fjöruferðir og rannsóknarvinna með sérfræðingum Náttúrufræðistofu 

17. og 18. ágúst kl. 09:30 – 12:00
Ljóðasmiðja með Höllu Margréti Jóhannsdóttur á Bókasafni Kópavogs

kl. 12:00 – 13:00 
Hádegishlé með leiðbeinendum á vegum Kópavogsbæjar

14. – 18. ágúst kl. 13:00 – 16:00
Listsmiðja með myndlistarmönnunum Bryndísi Hrönn Ragnarsdóttur og Linn Björklund. Þrívíddarverk og fleira í anda Gerðar Helgadóttur unnið í Gerðarsafni

Þetta vefsvæði byggir á Eplica