Skapandi kvikmyndagerðarnámskeið

Skapandi kvikmyndagerð

Skapandi kvikmyndagerðarnámskeið fyrir börn fædd 2005 - 2008

Skapandi kvikmyndagerð fer fram í félagsmiðstöðinni Kúlunni í Hörðuvallaskóla. Á námskeiðunum er lögð áhersla á kvikmyndagerð. Farið verður í grunnþætti við handritsgerð, kvikmyndatöku og úrvinnslu auk þess sem börnin læra að nýta tæknina til sköpunar og fá þannig útrás fyrir sköpunarkrafta sína.
Reynslu öðlast þau svo í að vinna með öðrum að sameiginlegum markmiðum.

Til að njóta námskeiðsins sem best er mikilvægt að hafa brennandi áhuga á skapandi kvikmyndagerð.

Námskeiðin eru frá kl. 09:00 - 15:00 alla virka daga.

Námskeið 1. 11. júní - 15. júní
Námskeið 2. 18. júní -  22. júní
Námskeið 3. 25. júní - 29. júní
Námskeið 4. 02. júlí - 06. júlí 


ATH! Börnin þurfa að hafa með sér hollt og gott nesti og ávallt að vera klædd eftir veðri.

Námskeiðsgjald er 6200 kr. hver vika. Skráning hefst 19. apríl og námskeiðsgjald greiðist við skráningu.
Systkinaafsláttur er 20% við skráningu barns nr. 2 og 10% á hvert barn eftir það. Hámarksfjöldi er 25 börn á hvert námskeið. Smellið HÉR til að fara á skráningarsíðu. 

Umsjón með námskeiðunum hafa:
Bjarki Sigurjónsson forstöðumaður Kúlunnar, netfang bjarkisig@kopavogur.is, Gsm 696 - 1631
Snorri Páll Þórðarson forstöðumaður Pegasus, netfang snorrip@kopavogur.is. Gsm. 696 - 1622  Þetta vefsvæði byggir á Eplica