Sumarfrístund

Sumarfrístund í Hörðuvallaskóla

Í sumar býður Frístund Hörðuheima upp á tilraunaverkefnið Sumarfrístund. Í Sumarfrístund er lögð áhersla á öryggi og kunnuglegt umhverfi í bland við lærdóm, leik og gleði. Mikil metnaður er settur í það að hafa dagskránna fjölbreytta og skemmtilega þannig að allir geti fundið viðfangsefni við hæfi. Sumarfrístund byggist á útivist, hreyfingu, leikjum, ferðum, íþróttum og ýmsum ævintýrum í nærumhverfinu. Einnig er lesið, föndrað, spilað og stuðlað að frjálsum leik.

Starfsfólk Hörðuheima sem hefur mikla reynslu og þekkingu á starfinu mun sjá um Sumarfrístund.

Námskeiðsvikur:

Námskeiðsvika 1. 14. – 18. júní (4 dagar)
Námskeiðsvika 2. 21. – 25. júní
Námskeiðsvika 3. 28. júní – 02. júlí
Námskeiðsvika 4. 05. – 09. júlí
Námskeiðsvika 5. 12. – 16. júlí

Ef eftirspurn á skráningu er meiri en framboðið er mögulegt að skrá börn á biðlista, haft verður samband við forráðamenn ef pláss losnar.

Opnunartími Sumarfrístundar er frá kl. 08.00–17.00. Virk dagskrá er frá kl. 09.00–16.00. Boðið er upp á gæslu kl. 08.00 – 09.00 og frá 16.00 – 17.00 og greiðist aukalega fyrir það.

Námskeiðsgjald er kr. 10.200 og gjald fyrir gæslu kostar 500 kr. hver klukkustund. Skráningar í Sumarfrístund fara frm í gegnum Frístundagátt

Umsjón með Sumarfrístund hafa Birta Baldursdóttir forstöðumaður og Róshildur Björnsdóttir aðstoðarforstöðumaður og veita þær frekari upplýsingar í gegnum tölvupóst Hörðuheima.