Sumarfrístund

Sumarfrístund í Hörðuvallaskóla

Í sumar býður Frístund Hörðuheima upp á Sumarfrístund fyrir börn fædd 2014 – 2017.

Í sumarfrístund er lögð áhersla á öryggi og kunnuglegt umhverfi í bland við lærdóm, leik og gleði. Mikill metnaður er settur í það að hafa dagskrána fjölbreytta og skemmtilega þannig að allir geti fundið viðfangsefni við hæfi. Sumarfrístund byggist á útivist, hreyfing, leikjum, ferðum og ýmsum ævintýrum í nær-  og fjærumhverfi.

Námskeiðsvikur: 

Námskeiðsvika 1. 10. – 14. júní. Umsjón: Margrét Stefanía Þorkellsdóttir og Margrét Áslaug Heiðarsdóttir
Námskeiðsvika 2. 18. – 21. júní. Umsjón: Áskell Dagur Arason
Námskeiðsvika 3. 24. – 28. júní. Umsjón: Ásthildur Guðmundsdóttir
Námskeiðsvika 4. 01. – 05. júlí
Námskeiðsvika 5. 08. – 12. júlí Umsjón: Margrét Stefanía Þorkellsdóttir og Margrét Áslaug Heiðarsdóttir

 

 

Hægt er að skrá börn á biðlista þegar skráningarþak hefur verið fyllt og hefur þá forstöðumaður samband við forráðamenn ef pláss losnar.

Opnunartími er frá kl 09:00 – 16:00 en boðið er upp á gæslu frá kl 08:00 – 09:00 og 16:00 – 17:00, aukagjald er fyrir gæslu. 

Námskeiðsgjald er 12.100 kr. vikan.
Gjald fyrir gæslu kostar 580 kr. hver klukkustund.
Námskeiðsgjald og systkinaafsláttur greiðist við skráningu

Skráning hefst 25. apríl.

Forstöðu fyrir Sumarfrístund veita forstöðumenn frístunda í grunnskólum Kópavogs.
Óskir um nánari upplýsingar má senda í
tölvupósti á netfang Hörðuheima.
Símanúmer Hörðuheima er 825 – 5947