Sumarsmiðjur

Sumarsmiðjur í félagsmiðstöðvum barna og unglinga verða fjölbreyttar og skemmtilegar fyrir börn á aldrinum 9 til 13 ára.

Sumarsmiðjurnar eru útfærðar með það að leiðarljósi að ná til áhugasviðs sem flestra með fjölbreyttu smiðjuvali. Smiðjurnar eru 3 daga í viku,  fyrir hádegi kl. 10.00 – 12.00 og eftir hádegi kl. 13.00 – 15.30. Dæmi um smiðjur í sumar: Brjóstsykursgerð, Bolamálun, Hjólaferð, Lasertag, Skoðunarferðir, Konfektgerð og Klifur svo eitthvað sé nefnt.

Mikilvægt er að börnin komi klædd eftir veðri hverju sinni og komi með reiðhjól þegar farið er í hjólaferðir. Góða skapið og breiðasta brosið er svo best að koma alltaf með í smiðjusumarið.

Dagskrá er sett upp fyrir hverja smiðjuviku.

ATH. Ef af einhverjum ástæðum þarf að breyta áður auglýstri smiðjudagsská verða forráðmenn upplýstir um það.

Sumarsmiðjur verða í boði í júlí og félagsmiðstöðinni Dimmu og í Pagasus 13. – 31. júlí

Vika 5: 13. – 17. júlí
Vika 6: 20. – 24. júlí
Vika 7: 27. – 31. júlí

Dimma Vatnsendaskóla
Pegasus Álfhólsskóla

 

Sumarsmiðjur.
Vika 1: 15. júní – 19. júní
Vika 2: 22. júní – 26. júní
Vika 3: 29. júní – 03. júlí
Vika 4: 06. júlí  – 10. júlí

Forstöðumenn félagsmiðstöðvanna í hverju skólahverfi hafa umsjón með sumarsmiðjunum og veita nánari upplýsingar.

Dimma Vatnsendaskóla
Ekkó Kársnesskóla
Fönix Salaskóla
Igló Snælandsskóla
Jemen Lindaskóla
Kúlan Hörðuvallaskóla
Pegasus Álfhólsskóla
Þeba Smáraskóla

 

Hámarksfjöldi í smiðjurnar fer eftir umfangi þeirra og er smiðjugjaldskrá frá 700 – 2500 kr.

Systkinaafsláttur er 20% við skráningu barns nr. 2 og 10% á hvert barn eftir það.

Skráningar
í sumarsmiðjur hefjast 1. maí. Námskeiðsgjald greiðist við skráningu í gegnum frístundagátt Kópavogsbæjar