Sumarsmiðjur

Sumarsmiðjur í félagsmiðstöðvum barna og unglinga verða fjölbreyttar og skemmtilegar fyrir börn á aldrinum 9 til 13 ára.

Sumarsmiðjurnar eru útfærðar með það að leiðarljósi að ná til áhugasviðs sem flestra með fjölbreyttu smiðjuvali. Smiðjurnar eru 3 daga í viku, þriðjudag og fimmtudag fyrir hádegi kl. 10.00 – 12.00/ eftir hádegi kl. 13.00 – 15.30 og föstudag kl. 10:00 – 12.00.

Dæmi um smiðjur í sumar: Brjóstsykursgerð, bökunarsmiðjur, Tie Dye bolamálun, hjólaferð, lasertag, skoðunarferðir, konfektgerð og fl.

Mikilvægt er að börnin komi klædd eftir veðri hverju sinni og komi með reiðhjól þegar farið er í hjólaferðir. Góða skapið og breiðasta brosið er svo best að koma alltaf með í smiðjusumarið.

Dagskrá er sett upp fyrir hverja smiðjuviku. ATH. Ef af einhverjum ástæðum þarf að breyta áður auglýstri smiðjudagsská eru forráðamenn upplýstir um það.

 

 

 


X merkir hvar sumarsmiðjur eru í viðeigandi viku.

 

Forstöðumenn félagsmiðstöðva í hverju skólahverfi hafa umsjón með sumarsmiðjunum og veita nánari upplýsingar.

Dimma Vatnsendaskóla
Ekkó Kársnesskóla
Fönix Salaskóla
Igló Snælandsskóla
Jemen Lindaskóla
Kúlan Hörðuvallaskóla
Pegasus Álfhólsskóla
Þeba Smáraskóla

Hámarksfjöldi í hverja sumarsmiðju eru 20 börn. Gjaldskrá í smiðjurnar er frá  800 – 2600 kr.

Systkinaafsláttur er 20% við skráningu barns nr. 2 og 10% á hvert barn eftir það.

Skráningar
í sumarsmiðjur hefjast 22. apríl í  frístundagátt Kópavogsbæjar. Námskeiðsgjald greiðist við skráningu.