Sumarsmiðjur

Sumarsmiðjur fyrir börn fædd 2006 – 2009 

Í sumar verður lögð áhersla á fjölbreytt framboð af skemmtilegum smiðjum svo flest allir geti fundið sér eitthvað við sitt hæfi. Smiðjurnar fara fram út um víðan völl en mæting verður iðulega í félagmiðstöðina Dimmu í Vatnsendaskóla.

Smiðjurnar er útfærðar með áhugasvið flest allra barna að leiðarljósi og er því úrvalið fjölbreytt. Hægt verður að velja smiðjur sem standa yfir í hálfan eða heilan dag og velja sér smiðjur eftir áhugasviði eða prófa eitthvað nýtt og spennandi. Hægt verður að skrá sig í eina smiðju eða fleiri og er því ekki um heilsdagsnámskeið að ræða. Mikilvægt er að börnin eigi þann búnað sem þörf er hverju sinni t.d. góðan útivistarfatnað fyrir hellaskoðun & reiðhjól fyrir hjólaferðir en yfirleitt er bara nóg að mæta með góða skapið og breiðasta brosið.

Dæmi um smiðjur sem verða í boði þetta sumarið: Brjóstsykursgerð, bolamálun, hjólaferð, lasertag, allskyns skoðunarferðir,  konfektgerð & klifur svo eitthvað sé nefnt. Í lengri smiðjur þurfa börnin að hafa með sér hollt og gott nesti. Mikilvægt að vera klæddur eftir veðri hverju sinni.

Smiðjur sem standa yfir í hálfan eða heilan dag alla virka daga og er dagskrá sett upp fyrir hverja viku.

Ath: Tímasetningar og dagsetningar geta breyst fram að skráningu.

Smiðjur 1: 11. júní – 14. júní
Smiðjur 2: 18. júní – 21. júní
Smiðjur 3: 24. júní – 28. júní
Smiðjur 4: 01. júlí  – 05. júlí

Forstöðu með Sumarsmiðjum hafa Laufey Sif Ingólfsdóttir laufeysi@kopavogur.is sími 696 – 1630 og Tinna Heimisdóttir tinnaheimis@kopavogur.is sími 696 – 1627.

Hámarksfjöldi barna í smiðjurnar fer eftir umfangi þeirra allt frá 15 til 30 börn.
Smiðjugjald er breytilegt eða frá 700 kr. – 2500 kr.

Systkinaafsláttur er 20% við skráningu barns nr. 2 og 10% á hvert barn eftir það.

Skráning hefst 25. apríl.  Námskeiðsgjald
greiðist við skráningu. Skráningar fara fram  hér