Listskauta- og íshokkínámskeið

Listskautanámskeið

Íþróttafélagið Fjölnir mun bjóða upp á listskautanámskeið í sumar á skautasvellinu í Egilshöll. Á námskeiðinu eru æfingar bæði á svelli og gerðar skautaæfingar á gólfi, sem er mikilvægur hluti skautaæfinga. Farið er á svellið tvisvar sinnum fyrir hádegi og tvisvar sinnum eftir hádegi. Hver dagur er vel skipulagður en hann hefst á samverustund barnanna milli kl. 08:00 og 09:00. Milli kl. 09:00-12:00 eru æfingar. Við tökum hádegishlé milli kl. 12:00 og 13:00 þar sem verður heit máltíð. Eftir hádegi eru æfingar milli kl. 13:00-16:00. Að lokum endum við daginn á notalegri samverustund milli kl. 16:00 og 16:30. Dagskráin er létt og skemmtileg og hentar bæði byrjendum sem og krökkum sem hafa æft skauta. Hægt er að fá lánaðan búnað á staðnum. Hægt er að velja námskeið hálfan dag, heilan dag eða með öðru námskeiði.

 

Námskeiðsvikur í boði:
Námskeið 1. 14. – 18. júní
Námskeið 2. 21. – 25. júní,
Námsmkeið 3. 28. júní – 02. júlí
Námskeið 4. 09. – 13. ágúst

Nánari upplýsingar um námskeiðin er að finna hér. Fyrirspurnir má senda á netfangið sumarnamskeid@fjolnir.is

 

Íshokkínámskeið

Íþróttafélagið Fjölnir mun bjóða upp á íshokkínámskeið í sumar á skautasvellinu í Egilshöll. Á námskeiðinu eru æfingar bæði á svelli og gerðar styrktaræfingar á gólfi, sem er mikilvægur hluti íshokkíæfinga. Farið er á svellið tvisvar sinnum fyrir hádegi og tvisvar sinnum eftir hádegi. Hver dagur er vel skipulagður en hann hefst á samverustund barnanna milli kl. 08:00 og 09:00. Milli kl. 09:00-12:00 eru æfingar. Við tökum hádegishlé milli kl. 12:00 og 13:00 þar sem verður heit máltíð. Eftir hádegi eru æfingar milli kl. 13:00-16:00. Að lokum endum við daginn á notalegri samverustund milli kl. 16:00 og 16:30. Dagskráin er létt og skemmtileg og hentar bæði byrjendum sem og krökkum sem hafa æft íshokkí. Hægt er að fá lánaðan búnað á staðnum. Hægt er að velja námskeið hálfan dag, heilan dag eða með öðru námskeiði.

 

 


Námskeiðsvikur:
Námskeið 1. 14. – 18. júní
Námskeið 2. 21. – 25. júní
Námskeið 3. 28. júní – 02. júlí
Námskeið 4. 09. – 13. ágúst

Nánari upplýsingar um námskeiðin er að  finna hér. Fyrirspurnir má senda á netfangið sumarnamskeid@fjolnir.is