Reiðskólinn Eðalhestar

Reiðskólinn Eðalhestar er starfandi í hestamannafélaginu Sprett sem er staðsett í Garðabæ. Skólinn var stofnaður árið 2012. Eigendur reiðskólans eru Halla María Þórðardóttir og Magnús Líndal. Halla María er menntuð frá Háskólanum á Hólum og verður aðal leiðbeinandi krakkana á námskeiðunum. Hún hefur mikla reynslu af hestum þ.á.m. kennslu og keppnum. Magnús verður einnig starfandi við reiðskólann og hefur stundað nám við Landbúnaðar Háskólann á Hvanneyri ásamt því að vera bóndi með hesta og kindur.

Nánar um reiðnámskeiðin.
Námskeiðin eru ætluð fyrir börn á aldrinum 6 til 12 ára og hvert námskeið stendur yfir í 1. viku frá mánudegi til föstudags nema annað komi fram.

Á staðnum er eldhús, örbylgjuofn og samlokugrill, brauðrist til afnota. Börnin þurfa að hafa með sé tvö nesti, vatnsbrúsa og föt eftir veðri.

Hestar, öryggishjálmar og öll reiðtygi eru á staðnum fyrir börnin.

 

 

Námskeiðsvikur.

Námskeið 1: 18. júní – 21. júní reiðnámskeið kl. 09.00 – 16.00
Námskeið 2: 24. júní – 28. júní reiðnámskeið kl. 09.00 – 12:00/ 13:00 – 16.00
Námskeið 3: 01. júlí –  05. júlí reiðnámskeið kl. 09.00 – 12.00/ 13:00 – 16:00
Námskeið 4: 08. júlí – 12. júlí reiðnámskeið kl. 09.00 – 16.00
Námskeið 5: 15. júlí – 19. júlí reiðnámskeið kl 09.00 -12:00. Framhaldshópur kl. 13.00 – 16:00 ( aðeins 13 pláss )
Námskeið 6: 22. júlí – 26. júlí reiðnámskeið kl. 09.00 – 16.00
Námskeið 7: 29. júlí – 02. ágúst reiðnámskeið kl. 09.00 – 16.00

Hálfsdags námskeiðin og námskeiðið allan daginn er fyrir þá knapa sem eru að taka sín fyrstu skref í hestamennsku og þá sem hafa komið áður.Námskeiðið fyrir framhaldshóp er fyrir þá knapa sem hafa sótt námskeið áður og hafa reynslu. ATH! Allir að muna að koma með nesti. Æskilegt er að hafa fingravettlinga og föt eftir veðri meðferðis, einnig er gott að hafa ullar – eða flíspeysu og stígvél þegar blautt er.

Námskeiðsgjald/ staðfestingargjald.

Námskeið 1:  28.000 kr.
Námskeið 2: hálfur dagur 19.500 kr.
Námskeið 3: hálfur dagur 19.500 kr.
Námskeið 4: 35.000 kr.
Námskeið 5: hálfur dagur 19.500 kr. Framhaldshópur: 22.000 kr.
Námskeið 6: 35.000 kr.
Námskeið 7: 35.000 kr.

 

Allar nánari upplýsingar um námskeiðsvikur og námskeiðsgjald er að finna á facebooksíðu Eðalhesta hér eða á heimasíðu Eðalhesta hér.

Skráning er hafin í síma 867 – 1180 ( eftir kl. 14.00 á daginn ) og á facebook síðu Eðalhesta.

Sjáumst hress og kát í sumar!