Aðal ævintýranámskeiðið – Leikir og fjör

Ævintýranámskeið fyrir 6 til 8 ára og 9 til 12 ára.

Staðsetning: Lindaskóli Núpalind 7

Um námskeiðið.
Boðið verður upp á fjölbreytt og skemmtilegt Ævintýranámskeið fyrir  6 til 8 ára og 9 til 12 ára börn í hjarta Kópavogs. Mikið verður um útiveru og hreyfingu en svæðið sem námskeiðið fer fram á, er í og við Lindaskóla. Á lóðinni er gervigrasvöllur, skólahreystisbraut ásamt stóru og fallegu svæði sem hægt er að nýta í hina ýmsu leiki. Þegar veður er slæmt verður hægt að færa sig inn í hlýjuna í íþróttahúsinu þar sem eru tveir klifurveggir og aðstaðan fyrsta flokks.

Dagskráin verður blanda af ævintýrum, leikjum og hreyfingu þar sem skipuleggjendur lofa miklu fjöri og ættu allir að finna eitthvað við sitt hæfi. Við lofum miklli skemmtun undir handleiðslu reynslumikilla íþróttamanna, þjálfara og fjörkálfa.

Námskeiðsvikur: 

Námskeið 1.   08. – 12. júní
Námskeið 2.   15. – 20. júní
Námskeið 3.   22. – 26. júní
Námskeið 4.   29. – 03. júní/júlí
Námskeið 5.   06. – 10. júlí
Námskeið 6.   13. – 18. júlí
Námskeið 7.   20. – 24. júlí
Námskeið 8.   27. – 31. júlí
Námskeið 9.   03. – 07. ágúst
Námskeið 10. 10. – 14. ágúst
Námskeið 11.  17. – 21. ágúst

Námskeiðið fer fram alla virka daga og eru ein vika í senn. Hægt er að velja um námskeið fyrir hádegi frá kl. 9-12 eða eftir hádegi frá kl. 13-16.

Námskeiðsgjald er 12.990 kr,- fyrir hálfan dag (vika í senn).
Gæsla 1 klst. á dag kostar 1.500 kr.


Um stjórnendur.
Stjórnendur námskeiðsins eru Ýmir Guðmundsson og Magnús Aron Sigurðsson, báðir starfa sem þjálfarar og hafa reynslu til margra ára af því að starfa með börnum. Báðir eru leiðbeinendur í skyndihjálp og eru á lokaári í Íþróttafræði við Háskóla Íslands.

Skráning hefst 1. maí HÉR

Fyrirspurnir varðandi námskeiðin má senda á netfangið leikirogfjor@gmail.com.