Hjólreiðanámskeið

Hjólareiðanámskeið eru ætlað börnum fæddum 2009 – 2013 og er hámarksfjöldi 15 manns. Iðkendur þurfa að mæta með sín eigin hjól og hjálm. Hjólað verður um skemmtilega og áhugaverða staði í Kópavogi og bæjarfélögum í kring. Farið verður yfir helstu hjólreiðarreglur s.s. hvernig á að hjóla í hóp, stöðva, hætta framundan, hola í vegi, o.s.frv. Stígar og fjallahjólastígar verða kannaðir og náttúrunnar notið í góðum félagsskap.

Iðkendur koma sjálfir á sínum eigin hjólum með sína eigin hjálma.

Hjólreiðanámskeið fyrir 8 til 12 ára.

Námskeið 1: 08. júní – 12. júní. (Fyrir og eftir hádegi í Smáranum)
Námskeið 2: 14. júní – 18. júní. (Fyrir og eftir hádegi í Smáranum)
Námskeið 3: 21. júní – 25. júní. (Fyrir og eftir hádegi í Smáranum)
Námskeið 4: 28. júní – 02. júlí. (Fyrir og eftir hádegi í Smáranum)
Námskeið 5: 19. júlí – 23. júlí  (Fyrir hádegi í Smáranum)
Námskeið 6: 26. júlí – 30. júlí (Fyrir hádegi í Smáranum)
Námskeið 7: 03. júlí – 06. júlí (Fyrir hádegi í Smáranum)
Námskeið 8: 09. júlí – 13. júlí (Fyrir hádegi í Smáranum)

Verðskrá:

Verð fyrir eina viku Verð kr.
Námskeið 1/2 dagur (3 klst.) 7.300
Hádegismatur 3.850
Gæsla 1 klst. á dag 2.000
*Aðeins er boðið upp á hádegismat í Smáranum.  

 

Hægt er að skrá á námskeiðið hér.

Allar upplýsingar um Sumarnámskeiðin hér.

Fyrirspurnir sendast á halldor@breidablik.is