Heilsuskóli Tanyu

Dans – þrauta – og leikjanámskeið

Efnisvalmynd

Dansskóli Tanyu ( Smiðjuvegur 4, græn gata, 2. hæð ) býður upp á Zumba Kids dans námskeið fyrir börn á aldrinum 6 til 11 ára. Heilsuskólinn mun standa fyrir fjölbreyttu og skemmtilegu dans – og tómstundastarfi í allt sumar. Starfið fer fram í danssal skólans og á útisvæði í nágreni þess – í Fossvogsdalnum.

 

 

 

 

 

Sumarnámskeiðin í Heilsuskólanum eru mjög fjölbreytt. Börnin munu fara í þrautir þar sem við notum litla Pilates bolta, sippubönd, húlahringi og fleira. Þau læra mismunandi dansstíla úr Zumba Kids eins og Salsa, Merengue, Reggaeton, Hipp Hopp, Flamenco og fleira. Farið er í skipulagða leiki bæði inni í æfingasalnum okkar og úti í Fossvogsdalnum. Ekki er gerð krafa um að iðkendur hafi grunnkunnáttu í dansi eða öðrum íþróttum.

Þetta verða skemmtileg og ævintýraleg sumarnámskeið sem munu hjálpa krökkunum að byggja upp hreyfiþroska, bæta líkamsstöðu og sjálfsmat og efla sjálfstraustið. Á námskeiðunum er skipulögð dagsskrá frá kl.  08.00 – 16.00. Börnin þurfa að mæta með nesti fyrir morgun og – síðdegishressingu. Heitur hádegismatur er innfalin í verði.

Námskeið 1: 15. júní 19. júní ( fjórir dagar vegna 17. júní )
Námskeið 2: 22. júní – 26. júní
Námskeið 3: 29. júní – 03. júlí
Námskeið 4: 06. júlí – 10 júlí
Námskeið 5: 13. júlí – 17. júlí
Námskeið 6: 20. júlí – 24. júlí
Námskeið 7: 27. júlí – 31. júlí
Námskeið 8: 04. ágúst – 07. ágúst ( fjórir dagar vegna frídags verslunarmanna )
Námskeið 9: 10. ágúst – 14. ágúst
Námskeið10: 17. ágúst – 20. ágúst

Námskeiðsgjald 12.900 kr. ( 5 daga námskeið ) og 10.500 kr. ( fjögurra daga námskeið ) Veittur er 20% systkina afsláttur. Takmarkaður fjöldi barna er á hverju námskeiði.

Aðalkennari á námskeiðinu er Tanya Dimitrova löggiltur alþjóðlegur Zumba Kids kennari, hóptíma – og danskennari og leikskólakennari.

Skráning fer fram í íbúagátt Kópavogsbæjar hér og á heimasíðu Heilsuskólans hér. Einnig má senda tölvupóst á tanyadans@gmail.com