HK

Sumarnámskeið HK

Í sumar mun HK að vanda bjóða upp á fjölbreytt og vönduð námskeið fyrir börn og unglinga á aldrinum 5 til 12 ára víðsvegar um bæinn. HK reynir eftir fremsta megni að ná til sem flestra barna og þetta sumarið er engin undantekning.

Eftirfarandi námskeið verða í boði:

Íþróttir og Útilíf í Kórnum
Knattspyrnuskóli í Kórnum
Handboltaskóli í Kórnum
Krakkablak í Fagralundi
Borðtennisnámskeið í Fagralundi/Snælandsskóla

Allir umsjónarmenn sumarnámskeiða HK eru fagmenntaðir á sviði tómstunda-, uppeldis -, íþrótta – eða heilsufræða og hafa reynslu af skipulögðu íþrótta – og tómstundastarfi barna.

Nýjung í sumar:
HK ætlar að bjóða upp á nesti fyrir öll skráð börn á námskeiðum félagsins í sumar. Nestið er innifalið í námskeiðsgjaldi. Einnig verður matur í boði fyrir þau börn sem verða skráð í hádegisgæslu. Nánari upplýsingar um nesti og matseðil sumarsins er hægt að nálgast á heimasíðu HK.

Skráningarleiðir
Skráningar fara í gegnum skráningarkerfi NÓRA. Til að skrá sig þarf viðkomandi að hafa aðgang að island.is ( Íslykil ) eða rafræn skilríki. Ef þú lendir í vandræðum ekki hika við að hafa samband við skrifstofu HK, hk@hk.is eða í síma 441 – 8700.
Skráningar hér. 

Leiðbeiningar um skráningu

Það er von okkar í HK að sem flestir finni eitthvað við sitt hæfi þetta sumarið og geti notið þess að eiga gott HK sumar.

Áfram hreyfing, heilsa og HK!