Sumarnámskeið HK 2022 – Skráning hér: HK | Vefverslun (sportabler.com)
Í sumar býður HK upp á fjölbreytt og vönduð námskeið fyrir börn og unglinga á aldrinum 6 til 12 ára (2008-2016). HK reynir eftir fremsta megni að ná til sem flestra barna og þetta sumarið er engin undantekning. Skipulögð dagskrá frá kl. 09.00 – 16.00 alla virka daga.
Allir umsjónarmenn sumarnámskeiða HK eru fagmenntaðir á sviði tómstunda,- uppeldis,- íþrótta,- eða heilsufræða og hafa reynslu af skipulögðu íþrótta- og tómstundastarfi barna.
Frekari upplýsingar um námskeið og fyrirkomulag námskeiða aðgengilegar á hér: HK | Vefverslun (sportabler.com)
Smellið hér fyrir frekari leiðbeiningar um skráningu í gegnum Sportabler
Verðskrá:
Námskeið ½ dagur
3 klukkustundir (5 dagar) |
7.500 kr. |
Námskeið ½ dagur
3 klukkustundir (4 dagar) |
6.000 kr. * |
Gæsla 1 klukkustund á dag | 2.000 kr. |
*Stjörnumerktar vikur v. Annars í hvítasunnu og 17. júní.
Í ár verða 5 mismunandi námskeið í boði:
Borðtennisskóli HK | 4 námskeið (2010-2016) |
Handboltaskóli HK | 5 námskeið (2010-2016) |
Íþróttir og útilíf HK | 14 námskeið (2012-2016) |
Knattspyrnuskóli HK | 7 námskeið (2012-2015) |
Krakkablak HK | 2 námskeið (2014 – 2010) |
Umsjónarmenn sumarnámskeiða HK eru fagmenntaðir á sviði tómstunda,- uppeldis,- íþrótta,- eða heilsufræða og hafa reynslu af skipulögðu íþrótta- og tómstundastarfi barna.
Ef einhverjar spurningar vakna, hafið samband við Íþrótta- og verkefnastjóra HK, louisa@hk.is.
Það er von okkar í HK að sem flestir finni eitthvað við sitt hæfi þetta sumarið og geti notið þess að eiga gott HK sumar.
Áfram hreyfing, heilsa og HK!
Skráning er hafin hér: HK | Vefverslun (sportabler.com)
Smellið hér fyrir frekari leiðbeiningar um skráningu í gegnum Sportabler
Gagnlegar upplýsingar:
- Sama verð er á öll námskeið og hægt er að velja um hálfan dag eða heilan dag.
- 10% systkinaafsláttur veittur af námskeiðum innan sömu deildar.
- Ekki er heimilt að breyta skráningu námskeiða eftir að námskeið er hafið.
- Hvert námskeið reiknast 3 klst
- Fyrir heilsdagsnámskeið eru tvö stök námskeið sett í körfu
- Gæsla 1 klukkustund á dag milli 08:00-09:00 eða 16:00-17:00
- Gæslu fyrir og eftir námskeið þarf að setja sérstaklega í körfu og greiða fyrir.
- Gert er ráð fyrir að börnin taki með sér hollt nesti og vatnsbrúsa en einn nestistími er á hverju námskeiði.
- Börn sem eru á námskeiðum fyrir og eftir hádegi skulu mæta með hollt og gott hádegisnesti.
- SAMLOKUKORT og annað snarl er til sölu í afgreiðslu í Kórnum.
- * HK áskilur sér rétt til að sameina námskeið ef ekki næst lágmarks Þátttaka
- * Hk áskilur sér rétt til að loka fyrir skrániingu á námskeið ef hámarksfjölda er náð
- * HK áskilur sér rétt til að breyta dagskrá( t.d. vegna veðurs eða mætingar á námskeið)
- Það er mikilvægt að nærast vel og viljum við biðla til foreldra að senda börn með hollt og gott nesti og vatnsbrúsa ( einn nestistími á hverju 3 klst. námskeiði) ATH! Hnetur og aðrair bráða ofnæmisvaldar bannaðir.
- Iðkendur er beðnir um að mæta klæddir eftir veðri ef útivera er á dagskrá og eða í viðeigandi klæðnaði – íþróttafötum og helst íþróttaskóm.
Frekari upplýsingar um námskeið og fyrirkomulag námskeiða eru aðgengilegar á HK | Vefverslun (sportabler.com)
Ef einhverjar spurningar vakna, hafið samband við íþrótta – og verkefnastjóra HK louisa@hk.is.