Borðtennisskóli HK

Borðtennisskóli HK verður haldin í íþróttahúsi Snælandsskóla í sumar.

Boðið verður upp á fjögur námskeið og hvert námskeið stendur í 4 – 5 daga, þrjár klukkustundir á dag. Kennt er bæði fyrir og eftir hádegi og geta nemendur tekið heila eða hálfa daga að vild. Hægt er að velja á milli þess að vera á námskeiði frá kl. 09.00 – 12.00 og frá kl. 13.00 – 16.00. Boðið er upp á gæslu milli kl. 12.00 – 13.00 og kostar hún 500 kr. dagurinn.
Farið er í öll helstu atriði borðtennisíþróttarinnar og hún kynnt fyrir þátttakendum.

Tímatafla og staðsetning námskeiða

Borðtennisskóli HK – 4 námskeið (2009-2015)

(Ótakmarkaður fjöldi á námskeiði)

Námskeið 1 fh.  7. – 10. júní *4 dagar  09:00-12:00
Námskeið 1 eh.  7. – 10. júní *4 dagar  13:00-16:00
Námskeið 2 fh.  13.- 16. júní *4 dagar  09:00-12:00
Námskeið 3. eh.  13.-16. júní *4 dagar  13:00-16:00

*Námskeiðin eru haldin í aðstöðu borðtennisdeildar HK í Snælandsskóla.

Sjá nánar – sumarnámskeið HK