Íþróttir og útilíf HK

Skemmtilegt sumar fyrir 5  til 10 ára fædd 2011 – 2015.

Boðið upp á vikunámskeið í Kórnum. Námskeiðið er haldið bæði fyrir og eftir hádegi og getur hentað vel þeim börnum sem eru á öðrum námskeiðum fyrir hádegi.

Íþróttir og útilíf er kjörið námskeið fyrir krakka á aldrinum 5 til 10 ára. Svæðið við Kórinn er algjör útivistar perla og býður upp á marga skemmtilega möguleika. Farið verður í ýmsa leiki, ratleiki, frjálsar íþróttir og krökkunum gefst tækifæri á að kynnast ýmsum íþróttagreinum. Nálægðin við Vatnsendavatn og Guðmundarlund býður upp á marga möguleika til skemmtilegra könnunarleiðangra. Farið verður í sundferðir, ratleiki, vettvangsferðir og margt fleira. Hverju námskeiði lýkur með pylsuveislu.


Íþróttir og útilíf – 14 námskeið (2011-2015)

(Hámark 30 börn á hverju námskeiði)

Námskeið 1 fh.  13. – 16. júní *4 dagar  09:00-12:00
Námskeið 1 eh.  13. – 16. júní *4 dagar  13:00-16:00
Námskeið 2 fh.  20. – 24. júní  09:00-12:00
Námskeið 2 eh.  20. – 24. júní  13:00-16:00
Námskeið 3 fh.  04. – 08. júlí  09:00-12:00
Námskeið 3 eh.  04. – 08. júlí  13:00-16:00
Námskeið 4 fh.  11. – 15. júlí  09:00-12:00
Námskeið 4 eh.  11. – 15. júlí  13:00-16:00
Námskeið 5 fh.  18. – 22. júlí  09:00-12:00
Námskeið 5. eh.  18. – 22. júlí  13:00-16:00
Námskeið 6 fh.  08. – 12. ágúst  09:00-12:00
Námskeið 6 eh.  08. – 12. ágúst  13:00-16:00
Námskeið 7 fh.  15. – 19. ágúst  09:00-12:00
Námskeið 7 eh.  15. – 19. ágúst  13.00-16:00

*Krakkarnir mæta í Kórinn. Námskeið haldin í Kór og nærumhverfi.

 

Sjá nánar – sumarnámskeið HK.