Íþróttir og útilíf HK

Skemmtilegt sumar fyrir 5  til 10 ára fædd 2011 – 2015.

Boðið upp á vikunámskeið í Kórnum. Námskeiðið er haldið bæði fyrir og eftir hádegi og getur hentað vel þeim börnum sem eru á öðrum námskeiðum fyrir hádegi.

Íþróttir og útilíf er kjörið námskeið fyrir krakka á aldrinum 5 til 10 ára. Svæðið við Kórinn er algjör útivistar perla og býður upp á marga skemmtilega möguleika. Farið verður í ýmsa leiki, ratleiki, frjálsar íþróttir og krökkunum gefst tækifæri á að kynnast ýmsum íþróttagreinum. Nálægðin við Vatnsendavatn og Guðmundarlund býður upp á marga möguleika til skemmtilegra könnunarleiðangra. Farið verður í sundferðir, ratleiki, vettvangsferðir og margt fleira. Hverju námskeiði lýkur með pylsuveislu.

 

Námskeið fyrir hádegi kl. 09.00 – 12.00

Námskeið 1: 14. júní – 18. júní*

Námskeið 3: 21. júní – 25. júní

Námskeið 5: 28. júní – 02. júlí

Námskeið 7: 05. júlí – 9. júlí

Námskeið 9: 12. júlí – 16. júlí

Námskeið 11: 19. júlí – 23. júlí

Námskeið 13: 02. ágúst – 06. ágúst*

Námskeið eftir hádegi kl. 13.00 – 16.00

Námskeið 2: 14. júní – 18. júní*

Námskeið 4: 21. júní – 25. júní

Námskeið 6: 28. júní – 02. júlí

Námskeið 8: 05. júlí – 9. júlí

Námskeið 10: 12. júlí – 16. júlí

Námskeið 12: 19. júlí – 23. júlí

Námskeið 14: 02. ágúst – 06. ágúst*

Námskeiðsgjald.

Hvert námskeið kostar kr. 8.500. Verð fyrir 4 daga námskeið er 6.800 kr. Veittur er 10% systkinaafsláttur. innifalið í námskeiðsgjaldi er nesti.

Gæsla og matur er í boði í hádegi kl. 12:00 – 13:00 og greiða þarf aukalega fyrir hana. Greitt er fyrir vikuna kr. 5.000, innifalið í gæslu er matur. Nánari upplýsingar um mat og nesti er að finna á heimasíðu HK.

Skólastjórar eru Magðalena og Arna Sól, netfang: hk@hk.is

Skráningar hefjast 1. maí á skráningarsíðu HK