Knattspyrnuskóli HK

Knattspyrnunámskeið

HK verður með knattspyrnuskóla fyrir börn á aldrinum 6 til 13 ára. Börn fædd 2010 – 2013 frá kl. 09:00 – 12:00 í Kórnum. Börn fædd 2006 – 2009 eru frá kl. 12:45 – 14:00.

Markmið knattspyrnuskóla HK:
Að kynna helstu reglur og grunnþætti knattspyrnunnar og að þátttakendur kynnist knattspyrnunni á jákvæðan og skemmtilegan hátt. Lögð er áhersla á persónulega þjálfun og að hver þjálfari sé ekki með of mörg börn í hópi.

Um knattspyrnunámskeiðið:
Fyrir yngri hópinn 6 til 9 ára er farið í skemmtilega leiki með og án bolta. Farið er í skemmtilegar  þrautir og keppnir svo sem golfmeistarann, skyttukóngur, vítakóngur, halda á lofti – meistarinn og fleira.
Fyrir eldri hópinn 10 til 13 ára er áhersla lögð á aukna knatttækni, sendinga – og skottækni.

Námskeið 1: 10. júní – 19. júní* (7 daga námskeið)
Námskeið 2: 22. júní – 26. júní
Námskeið 3: 29. júní – 03. júlí
Námskeið 4: 06. júlí – 10. júlí
Námskeið 5: 13. júlí – 17. júlí
Námskeið 6: 20. júlí – 24. júlí
Námskeið 7: 10. ágúst – 14. ágúst

Námskeiðsgjald: Námskeið 1* eru 7 dagar, verð 11.900 kr., verð fyrir vikunámskeið er 8.500 kr.,verð fyrir fjögurra daga námskeið er kr. 6.800.
Verð fyrir eldri er kr. 5.000 fyrir vikunámskeið og kr. 4.000 fyrir fjögurra daga námskeið . Veittur er 15% systkinaafsláttur. Einnig er veittur 15% afsláttur ef fleira er eitt námskeið í knattspyrnuskólanum er tekið yfir sumarið. Innifalið í námskeiðsgjaldi er nesti. Hægt er að greiða kr. 5.000 fyrir hádegismat og gæslu á milli kl. 12.00 – 13.00.

Umsjón með Knattspyrnuskóla HK hafa Ragnar Gíslason yfirþjálfari knattspyrnudeildar HK, netfang: ragnarg@hk,.is og Ómar Ingi Gíslason omaringi@hk.is

Skráningar hefjast 1. maí á skráningarsíðu HK