Náttúrufræðistofa Kópavogs

Sumarnámskeið í náttúrufræðum

Í júní verður boðið upp á vikunámskeið í náttúrufræðum fyrir 10 til 12 ára börn og er þetta í 22 skiptið sem þetta námskeið er haldið.

Markmið námskeiðsins er að efla þekkingu í náttúrufræðum og veita þátttakendum innsýn í vísindaleg vinnubrögð.
Farið verður í vettvangsferðir og m.a. rannsakað vatna- og fjörulífríki í Kópavogi og nágrenni. Á rannsóknastofu verða sýni mæld og skoðuð í smásjá og haldnar vinnubækur.

Námskeið verður haldið vikuna 18. – 21. júní og stendur yfir milli kl. 10.00 – 15.00 hvern dag. Þátttakendur mæti með nesti, stígvél og hlífðarföt.

Leiðbeinendur eru starfsmenn á Náttúrufræðistofunni.

Námskeiðsgjald er 10.000 kr.
Systkinaafsláttur er 20% við skráningu barns nr. 2 og 10% á hvert barn eftir það.

Hámarksfjöldi þátttakenda takmarkast við 12 börn.
Nánari upplýsingar í síma 441 – 7200.

Skráning hefst 25. apríl og námskeiðsgjald greiðist við skráningu. Skráningar eru gegnum Frístundgátt Kópavogsbæjar 
_________________________________________________________


Sýningarsalir Náttúrufræðistofunnar eru opnir sem hér segir:

Mánudag – fimmtudag kl. 09.00 – 18.00
Föstudaga kl. 11.00 – 17.00
Laugardaga kl. 11.00 – 17.00

Hópum er veitt leiðsögn. Panta verður leiðsögn með fyrirvara. Aðgangur er ókeypis. Verið velkomin.

Náttúrufræðistofa Kópavogs
Hamraborg 6a
Sími: 441 – 7200 

http://www.natkop.is