Reiðskólinn Hestalíf

Reiðskólinn Hestalíf leggur áherslu á reiðkennslu og útreiðar á námskeiðum sínum. Á hverju námskeiði fyrir sig verður skipt eftir getu í hópa. Reiðskólinn er frekar smár í sniðum, með fáa nemendur á hverju námskeiði þar sem hver og einn fær að njóta sín. Reiðskólinn er starfræktur á félagssvæði Spretts, Dreyravöllum 1.

Kennarar eru Erla Guðný og Þórdís Anna Gylfadætur. Í boði eru hálfsdags (kl.9-12 & kl.13-16) og heilsdags (kl.9-16) vikulöng (mán-fös) námskeið fyrir börn og unglinga . Lágmarks aldur á heilsdagsnámskeið er 8 ára og lágmarks aldur á hálfsdagsnámskeið er 7 ára. Á heilsdagsnámskeiðum fara nemendur á hestbak bæði fyrir og eftir hádegi. Á hverju námskeiði eru eingöngu 12 – 14 pláss í boði.

Námskeiðsvikur:

Námskeið 1. 21. – 25. júní. Hálfsdagsnámskeið, fyrir hádegi. FULLBÓKAÐ – BIÐLISTI.

Námskeið 2. 21. – 25. júní. Hálfsdagsnámskeið, eftir hádegi. FULLBÓKAÐ – BIÐLISTI.

Námskeið 3. 28. júní – 02. júlí. Heilsdagsnámskeið. FULLBÓKAÐ – BIÐLISTI.

Námskeið 4. 05. – 09. júlí. Heilsdagsnámskeið. FULLBÓKAÐ – BIÐLISTI.

Námskeið 5. 12. – 16. júlí. Hálfsdagsnámskeið, fyrir hádegi.

Námskeið 6. 12. – 16. júlí. Hálfsdagsnámskeið, eftir hádegi.

Námskeið 7. 19. – 23. júlí. Hálfsdagsnámskeið, fyrir hádegi.

Námskeið 8. 19. – 23. júlí. Hálfsdagsnámskeið, eftir hádegi.

Námskeið 9. 26. – 28. júlí. Hálfsdagsnámskeið, fyrir hádegi. 3ja daga námskeið.

Námskeið 10. 26. – 28. júlí. Hálfsdagsnámskeið, eftir hádegi. 3ja daga námskeið.

 

Námskeiðsgjald fyrir heilsdagsnámskeið er 49.000 kr. og fyrir hálfsdagsnámskeið 25.000 kr.
Hestar, reiðtygi, hjálmar og léttur hádegisverður/hressing er innifalið í verði.

Bókanir fara fram á tölvupóstfanginu reidskolinnhestalif@gmail.com.

ATH. Taka þarf fram eftirfarandi upplýsingar í bókuninni.

  1. Hvaða námskeið er verið að bóka
  2. Nafn og kennitala barns
  3. Reynsla barnsins í hestamennsku
  4. Nafn og símanúmer foreldris/umsjónarmanns

Nánari upplýsingar í síma 862 – 3646 (Erla) og 868 – 7432 (Þórdís)

Reiðskólinn Hestalíf á Facebook