Í boði er Leikjahopp/Freestyle námskeið sem samanstendur af frjálsum leik á trampólíni og hópþjálfun og leiki með leiðbeinanda. Farið verður í kennslu og æfingar á stökkum, trixum og æfingum með reyndum fimleika leiðbeinendum. Við ætlum einnig að fara út þegar veður leyfir og leika okkur að gera stökk og fara í leiki.
Alltaf verður tími fyrir frjálst hopp þar sem hægt verður að æfa stökkin eða bara leika sér. Við leggjum mest uppúr gleði og skemmtun og að við höfum gaman saman.
Námskeiðin fara fram í Rush, Dalvegi 10 – 14 og nágrenni.
Námskeiðin eru fyrir börn á aldrinum 7 til 12 ára aldur ( fædd 2008 – 2013), þeim er skipt í tvo hópa, 7 til 9 ára og 10 til 12 ára.
Námskeiðin eru kennd í 9 vikur, viku í senn frá kl. 09:00 – 12:00 eða 13:00 – 16:00. Iðkendur þurfa að hafa með sér nesti.
Námskeiðsvika 1 15. – 19. júní
Námkskeiðsvika 2. 22. – 26. Júní
Námskeiðsvika 3. 29. júní – 3. júlí
Námskeiðsvika 4. 06. júlí – 10. júlí
Námskeiðsvika 5. 13. – 17. júlí
Námskeiðsvika 6. 04. -07. ágúst
Námskeiðsvika 7. 10.- 14. ágúst
Námskeiðsvika 8. 17. – 21. ágúst
Námskeiðsgjald.
Hvert námskeið kostar kr. 19.800. Innifalið í námskeiðinu er Rush bolur og Rush sokkar. Allir fá svo pylsupartý og viðurkenningarskjal í lok vikunnar. Veittur er 10% systkinaafsláttur.
Leiðbeinendur:
Leiðbeinendur okkar eru starfsmenn Rush sem allir hafa reynslu af námskeiðshaldi og að vinna með börnum.
Skráning hefst Sumardaginn fyrsta 23. apríl á heimsasíðu Rush Iceland
Óskir um frekari upplýsingar sendast á netfangið namskeid@rushiceland.is og einnig verða upplýsingar á heimasíðu rushiceland.is