Sparta heilsurækt

Sparta heilsurækt býður upp á SpartaElite styrktarnámskeið fyrir 11 til 14 ára íþróttakrakka.
Sumarnámskeiðin eru uppbyggð eftir sömu hugmyndafræði og vetrarnámskeiðin.
Markmiðið með námskeiðunum er að byggja upp betri íþróttamann og hjálpa krökkunum að takast á við það álag sem fylgir því að stunda íþróttir af fullu kappi.

Styrkur, Hreyfanleiki og Snerpa eru þættir sem við leggjum mikla áherslu á og snýst allt um að bæta einstaklinginn hvaða íþrótt sem hann eða hún stundar.

Hver æfing er 90 mín og fer mun meiri tími í hreyfanleikaæfingar, rúllur og bolta en á vetrarnámskeiðunum.

Umsjón með námskeiðunum hefur Sigríður Þórdís Sigurðardóttir netfang: sirry@sparta.is

Skráningar og nánari upplýsingar um námskeið og námskeiðsgjald er  að finna HÉR