Gæsluvellir

Fyrir börn frá 20 mánaða aldri til 6 ára

Börnin þurfa að vera vel búin því dvöl á gæsluvelli er aðallega útivera. Gæta þarf að þolmörkum barna við dvöl þeirra og forráðamenn og starfsfólk hafa samráð um tímalengd dvalar barnsins á gæsluvellinum.

Muna þarf að skrá barnið hjá starfsfólki, þar sem fram koma m.a. símanúmer forráðamanna, sem hægt er að ná í vegna barnsins á meðan á dvöl þess stendur.

Starfsfólki er leyfilegt að takmarka fjölda barna.

Allt starfsfólk gæsluvalla hefur farið á skyndihjálparnámskeið og fara eftir ákveðnum leiðbeiningum ef slys ber að höndum og hafa samband við forráðamenn hið fyrsta. Öll börn sem skráð eru á gæsluvellina eru slysatryggð.

Sumaropnun: 5. júlí – 6. ágúst frá kl. 10.00 – 12.00 og 13.30 – 16.30

Gæsluvellirnir eru:

Holtsvöllur/ Stelluróló við Borgarholtsbraut. Sími 618 – 8543
Hvammsvöllur við Hvammsveg.                   Sími 618 – 8542
Lækjarvöllur við Lækjarsmára.                     Sími 618 – 8541

Gjald fyrir hverja komu á gæsluvöll er 200 kr.

Umsjón með gæsluvöllum hefur Sigurlaug Bjarnadóttir deildarstjóri leikskóladeildar og veitir hún nánari upplýsingar í síma 441-0000.