Bogfimi – sumarnámskeið

Sumarnámskeið í bogfimi fyrir 6 – 14 ára

 Bogfimifélagið Boginn býður upp á sumarnámskeið fyrir börn og unglinga í sumar. Námskeiðin verða haldin í Bogfimisetrinu í Dugguvogi 2, 104 Reykjavík.

Bogfimi er vaxandi íþrótt á Íslandi og er þetta námskeið tilvalið fyrir börn sem vilja komast inn í íþróttina eða prufa hvernig er að skjóta boga og hitta í 10. Kennd verður helsta tækni við að skjóta af boga, taka þátt í keppnum og hafa gaman. Hvert námskeið er fimm dagar frá mánudegi til föstudags, kl. 09.00 til 16.00, einnig er hægt að velja að vera aðeins hálfan daginn eða frá 09.00 – 12.30 eða 12.30 til 16.00. (húsið opnar klukkan 08.00 ef fólk vill mæta með börnin sín þá, en námskeiðið byrjar 09.00)

Gert er ráð fyrir að börn mæti með hollt og gott nesti alla daga.

 

Námskeiðsvikur.

Júní:

Námskeið 1: 08. – 12. júní 2020
Námskeið 2: 15. – 19. júní 2020
Námskeið 3: 22. – 26. júní 2020
Námskeið 4: 29. júní – 03. júlí 2020

Ágúst:
Námskeið 8: 03. – 07. ágúst 2020
Námskeið 9: 10. – 14. ágúst 2020

Verð:
09.00 – 16.00 heill dagur,  25.000 kr.
09.00 – 12.30 hálfur dagur,  15.000 kr.
12.30 – 16.00 hálfur dagur, 15.000 kr.

Námskeiðspakkar. 20% afsláttur er ef skráð á fleiri en eitt námskeið. Systkinaafsláttur er 15%.

 

Skráning fer fram á https://archery.is/sumarnamskeid-i-bogfimi-fyrir-6-14-ara/

Lágmarksfjöldi þátttakanda á námskeiðunum er 5.

Hámarksfjöldi þátttakanda á námskeiðunum er 24.

Hægt er að nálgast fleiri upplýsingar með því að senda fyrirspurn á boginn@archery.is

 

Yfirþjálfarar námskeiðsins eru:

Dagur Örn Fannarsson

Oliver Ormar Ingvarsson