Smárabíó sumarnámskeið

Í sumar býður Smárabíó í þriðja sinn upp á sumarnámskeið fyrir börn á aldrinum 6 til 10 ára sem vilja upplifa fjölbreytta skemmtun með þéttri dagskrá.

Skipulögð dagskrá er alla dagana en smá munur er á námskeiðum milli vikna. Þátttakendur munu fá að prufa leiktækjasal, VR, lasertag, karaoke, ratleik, hópleiki, 1x bíóferðir, blöðrugerð (Gult námskeið), Rushgarðinn (Grænt námskeið), andlitsmálningu og margt fleira.

Þátttakendur mæta á afþreyingarsvæði Smárabíós og eiga að vera sótt þangað í lok dags. Þátttakendur koma sjálfir með nesti en fá popp og svala frá bíóinu þegar hópurinn fer í bíó saman. Eins er boðið upp á pizzaveislu síðasta dag hvers námskeiðis og ekki þarf að taka með sér nesti þann dag. Við mælum með að börnin taki með sér hollt og gott nesti og vatnsbrúsa.

Námskeiðið er frá 12.30 til 16.00 í Smárabíói frá mánudegi til föstudags. Starfsfólk er mætt kl. 12.00 og er á staðnum til 16.30.

 

Námskeiðsvikur:

Námskeið 1. 13. – 16. júní – Gult námskeið ( *4 daga námskeið, verð kr. 18.000)

Námskeið 2. 20. – 24. júní – Grænt námskeið

Námskeið 3. 27. júní – 01. júlí – Gult námskeið

Námskeið 4. 4. – 8. júlí – Grænt námskeið

Námskeið 5. 11. – 15. júlí – Gult námskeið

Námskeið 6. 18. – 22. júlí – Grænt námskeið

Námskeið 7. 02. – 05. ágúst – Gult námskeið

Námskeið 8. 08. – 12. ágúst – Grænt námskeið


Námskeiðsgjald fyrir 5 daga kr. 22.000.


Takmarkað pláss í boði

Nánari upplýsingar um skráningar, námskeiðsgjald og skilmála eru hér: