Píanónámskeið í Listaháskóla Íslands.
Píanónámskeið með Eddu Erlendsdóttur í hefðbundnu klassísku hljóðfæranámi í opnum einkatímum og hóptímum.
Námskeiðið er ætlað píanónemendum á mið-, framhaldsstigi og háskólastigi. Lögð er áhersla á tækniskólun, góðan tónlistarflutning ásamt þekkingu á mismunandi tónlistarstílum.
Nemendur þjálfast í að koma fram, flytja verk fyrir framan hóp og taka tilsögn kennara. Nemendum gefst kostur á því að taka þátt í tónleikum í lok námskeiðs.
Námskeið: 08. – 18. ágúst frá kl. 10.00 – 17.30
Námskeiðsgjald er kr. 50.000
Umsjón hefur Edda Erlendsdóttir.
Sjá hér upplýsingar um námskeiðið og skráningu.
Nánari upplýsingar veitir Karolína Stefánsdóttir
Listaháskóli Íslands
Skipholti 31
105 Reykjavík