CrossFit Sport – Ævintýrabúðir

Ævintýrabúðir CrossFit fyrir krakka á aldrinum 9 til 12 ára

Fjlbreytt, skemmtilegt og fræðandi leikjanámskeið vipkt og heilbrigt liferni.

Sumarið 2024 verður sannkallað ævintýrasumar þar sem sett verður upp leikjanámskeið fyrir hressa krakka á aldrinum 9 til 12 ára. Námkseiðið er CrossFit miðað þar sem börnin eru að læra ýmsar CrossFit hreytfingar og æfingar. Við leggjum áherslu á leik og skemmtun, fjölbreytni, fræðslu í bland við æfingar.

Ævintýrabúðirnar verða starfræktar í CrossFit Sport í Sporthúsinu Kópavogi og við Kópavogsdalinn fimm daga vikunnar frá kl. 09.00 – 12.00.
Til þess að tryggja gæði æfinga, fræðslu og öryggi barnanna er hámarksfjöldi í hóp 20 börn.

Námskeiðið stendur yfir í 6 vikur frá 10. júní – 19. júlí.

Þægilegur íþróttafatnaður æskilegur og góðir skór. Krakkarnir þurfa að hafa með sér hollt nesti.

 

 

 

Námskeiðsvikur:

Námskeið 1. 10. – 14. júní
Námskeið 2. 18. – 21. júní (4 dagar) *
Námskeið 3. 24. – 28. júní
Námskeið 4. 01. – 05. júlí
Námskeið 5. 08. – 12. júlí
Námskeið 6: 15. – 19. júlí

Námskeiðsgjald. er 13.990 kr. vikan. * Vika 2 kostar kr. 11.192 – 10% afsláttur ef skráð er í 2 námskeið eða meira.

Skráning er hafin á heimasíðu Sporthússins: 
______________________________________________________________________________

Styrktarþjálfun fyrir 13 – 15 ára unglinga.

12 vikna sumarönn hefst 20. maí.

Unglingaþjálfurn CrossFit Sport er styrktar- og þrek prógram sérhannað fyrir unglinga. Prógrammið hentar bæði samhliða öðrum íþróttum eða sem aðalíþrótt.

Samblanda lyftinga-, snerpu-, fimleika- og þrekþjálfun til þess að ná fram bestu frammistöðu unglingsins auk þess að koma á fót áhuga á hreyfingu.

Mikil áhersla er lögð á rétta lyftingartækni og unglingnum er kennt að hreyfa sig rétt og öruggt.

Við stefnum við að því að efla sjálfstraust unglingsins og veita þeim styrk bæði líkamlega og andlega til þess að takast á við hvers kyns hindranir sem lífið gæti kastað að þeim.

Unglingaþjálfun CrossFit Sport kennir unglingnum ekki aðeins að æfa, við kennum þeim einbeitningu, þrautseigju, hollustu og hvatningu.


Frístundarstyrk er hægt að ráðstafa fyrir 12 vikna tímabil HÉR

Hægt er að velja um að kaupa allt sumarið (12 vikur) eða fyrri/seinni 6 vikur af tímabilinu.

Námskeiðið er kennt mán, mið og fim kl. 16:15-17:15

Gjaldskrá:

12 vikur (20. maí – 9. ágúst) = 55.990 kr.
6 vikur (20. maí – 28. júní) = 28.990 kr.
6 vikur (1. júlí – 9. ágúst) = 28.990 kr.

Skráning fer fram á heimasíðu Sporthússins: