CrossFit Sport – Ævintýrabúðir

Ævintýrabúðir CrossFit fyrir krakka á aldrinum 9 til 12 ára

 

Sumarið 2022 verður sannkallað ævintýrasumar þar sem sett verður upp leikjanámskeið fyrir hressa krakka. Við fylgjum eftir vinsælum vetrarnámskeiðum okkar fyrir 9 til 12 ára krakka með því að bjóða upp á fjölbreytt og skemmtilegt leikjanámskeið fyrir duglega krakka sem finnst gaman að hreyfa sig á virkan og heilbrigðan hátt. Lögð er áhersla á fjölbreytni, fræðslu og öruggar æfingar.

Ævintýrabúðirnar verða starfræktar í Sporthúsinu Kópavogi (CrossFit sal) og í og við Kópavogsdalinn fimm daga vikunnar frá mánudegi – föstudags kl. 09.00 – 12.00.

Námskeiðið stendur yfir í 6 vikur frá 7. júní –  15. júlí, viku í senn.

Námskeið 1. 07. – 10. júní
Námskeið 2. 13. – 16. júní (* 4 dagar)
Námskeið 3. 20. – 24. júní
Námskeið 4. 27. júní – 01. júlí
Námskeið 5. 04. – 08. júlí
Námskeið 6: 11. – 15. júlí

 

 

Ævintýrabúðirnar eru fjölbreytt, skemmtilegt og fræðandi leikjanámskeið um virkt og heilbrigt líferni. Þægilegur íþróttafatnaður æskilegur og góðir skór. Til þess að tryggja gæði æfinga, fræðslu og öryggi barnanna er hámarksfjöldi í hóp 20 börn. Krakkarnin þurfa að hafa hollt nesti með sér.

Námskeiðsgjald. er 12.990 kr./ vikan. Ath. vika 2*  eru 4 dagar og kostar 10.390 kr. Systkinaafsláttur. 10% systkinaafsláttur á seinna barn og 10% afsláttur ef tekið er 2 vikur eða meira.

 

Skráning er hafin á heimasíðu Sporthússins: