Vinaskjól – Verkherinn

Vinaskjól er frístundatilboð fatlaðra framhaldsskólanema á aldrinum 16 – 20 ára og þurfa dvöl eftir að skólavist lýkur á daginn. Vinaskjól er staðsett í Húsinu, Suðurgötu 14 í Hafnarfirði og þjónustar ungmenni úr Hafnarfirði, Garðabæ, Kópavogi og Mosfellsbæ.

Verkherinn er atvinnutengt frístundaúrræði fyrir ungmennin yfir sumartímann.

Markmið starfsins var tvíþætt, annars vegar fá ungmennin tækifæri til
þess að spreyta sig á hinum ýmsu störfum og hins vegar að efla og ýta undir félagsleg tengsl þeirra á milli og út í samfélagið. Stuðningur við ungmennunum tekur mið af þjónsustuþörf hvers og eins.

Ungmennin starfa hjá stofnunum og fyrirtækjum bæjarins allan daginn ásamt leiðbeinanda sem er þeim
innan handar og aðstoðar eftir þörfum. Verkefnið er yfir sumartímann, virka daga frá kl. 08.00-17.00.

Ungmenni með lögheilmili í Kópavogi og eru skráð í þjónustu í Vinaskjóli geta sótt um í atvinnu/frístundatengda starfið í Verkhernum.

Forstöðumaður frítímaþjónustu Hússins er
Guðbjörg Magnúsdóttir
Netfang. gudbjorg@hafnarfjordur.is
Sími 585 – 5500/ 664 5766