HK sumarnámskeið

Í sumar mun HK bjóða upp á fjölbreytt og vönduð námskeið fyrir börn og unglinga á aldrinum 5 til 14 ára (2009-2017) víðsvegar um bæinn. HK reynir eftir fremsta megni að ná til sem flestra barna og þetta sumarið er engin undantekning. Skipulögð dagskrá frá kl. 09.00 – 16.00 alla virka daga.

Allir umsjónarmenn sumarnámskeiða HK hafa reynslu af skipulögðu íþrótta- og tómstundastarfi barna.

 

Í sumar verða 5 mismunandi námskeið í boði:

Borðtennisskóli HK – 4 námskeið ( börn f. 2011 – 2017)

Handboltaskóli HK – 5 námskeið ( börn f. 2011 – 2017)

Íþróttafjör HK – 16 námskeið ( börn 2011 – 2015)

Knattspyrrnuskóli HK – 7 námskeið (börn f. 2013 – 2016)

Krakkablak HK – 6 námskeið ( börn f. 2009 – 2017)

 

Gagnlegar upplýsingar:

 • Sama verð er á öll námskeið og hægt er að velja um hálfan dag eða heilan dag
 • 10% systkinaafsláttur af öllum námskeiðum
 • Ekki er heimilt að breyta skráningu námskeiða eftir að námskeið er hafið
 • Hvert námskeið reiknast 3 klst.
 • Heill dagur reiknast sem 2 námskeið
 • Þegar heilsdagsnámskeið er valið er hægt að blanda saman tveimur mismunandi námskeiðum
 • Gert er ráð fyrir að börnin taki með sér hollt nesti og vatnsbrúsa en það er einn nestistími á hverju námskeiði
 • Í Kórnum stendur til boða að kaupa heitar samlokur og fl í hádeginu og gæslu frá 08.00-09.00 og 16.00-17.00
 • Gæsla stendur til boða 1 klst. á dag milli 08:00-09:00 eða 16:00-17:00
 • Ekki er boðið upp á mat eða gæslu í Fagralundi eða Snælandsskóla

Fleiri gagnlegar upplýsingar:

 • HK áskilur sér rétt til að sameina námskeið ef ekki næst lágmarks þátttaka.
 • HK áskilur sér rétt til að loka fyrir skráningu á námskeið ef hámarksfjölda er náð.
 • HK áskilur sér rétt til að breyta dagskrá (t.d. vegna veðurs eða mætingar á námskeið.

Það er mikilvægt að nærast vel og viljum við því biðla til foreldra að senda börnin með hollt og gott nesti og vatnsbrúsa (einn kaffitími á hverju 3. klst námskeiði)

ATH. Hnetur og aðrir bráða ofnæmisvaldar bannaðir.

Iðkendur eru beðnir um að mæta klæddir eftir aðstæðum. Eftir veðri ef útivera er á dagskrá og eða í viðeigandi klæðnaði – íþróttafötum og helst íþróttaskóm.

 

Verðskrá:

Námskeið 1/2 dagur 3 klst. ( 5 dagar) kr. 8.500
Námskeið 1/2 dagur 3 klst. ( 4 dagar) kr. 6.800
Gæsla 1 klst. á dag                                   kr. 2.000

Skráning er hafin
Einnig er hægt er að senda tölvupóst á  HK eða hringja í síma 513 – 8701