HK sumarnámskeið

Í sumar mun HK bjóða upp á fjölbreytt og vönduð námskeið fyrir börn og unglinga á aldrinum 6 til 11 ára ( 2013 – 2018 ). HK reynir eftir fremsta megni að ná til sem flestra barna og þetta sumarið er engin undantekning. Skipulögð dagskrá frá kl. 09.00 – 12.00 og 13.00 – 16.00 alla virka daga. Boðið er upp á heitan mat í hádeginu og er skráning sérstaklega í það.

Allir umsjónarmenn sumarnámskeiða HK hafa reynslu af skipulögðu íþrótta- og tómstundastarfi barna.

 

Í sumar verða 5 mismunandi námskeið í boði:

Blakskóli HK – 5 námskeið ( börn f. 2013 – 2017 )

Borðtennisskóli HK – 4 námskeið ( börn f. 2014 – 2017 )

Handboltaskóli HK – 5 námskeið ( börn f. 2014 – 2017 )

Fjölgreinanámskeið HK – 2 námskeið ( börn 2015- 2018 )

Knattspyrnuskóli HK – 6 námskeið ( börn f. 2014 – 2017 )

 

Gagnlegar upplýsingar:

 • Sama verð er á öll hálfsdags námskeið 
 • 10% systkinaafsláttur af öllum námskeiðum innan sömu deildar
 • Ekki er heimilt að breyta skráningu námskeiða eftir að námskeið er hafið
 • Hvert stakt námskeið reiknast 3 klst.
 • Fyrir heilsdagsnámskeið eru sett tvö stök námskeið í körfu
 • Gert er ráð fyrir að börnin taki með sér hollt nesti og vatnsbrúsa en það er einn nestistími á hverju  3 klst. námskeiði
 • Börn sem eru á námskeiðum fyrir og eftir hádegi skulu mæta með hollt og gott nesti. Í Kórnum er aðstaða fyrir iðkendur að borða og bíða eftir næsta námskeiði. Starfsmenn eru á svæðinu.
 • SAMLOKUKORT og annað snarl er til sölu í afgreiðslu í Kórnum.
 • Boðið er upp á heitan mat í hádeginu gegn vægu gjaldi, skráning í gegnum Abler.
 • Fjölgreinanámskeið í ágúst er fyrir öll börn fædd 2015-2018. Börnin fá tækifæri til að kynnast fjórum íþróttagreinum; blaki, borðtennis, handbolta og knattspyrnu, ásamt útiveru og náttúrunni í nærumhverfi HK. Heit máltíð í hádeginu er innifalin í verði. Hver dagur er vel skipulagður. Börnin mæta í Kórinn og enda daginn þar líka.
 • Við opnum kl. 08:45 á morgnana og forráðamenn eru beðnir að sækja börnin sín tímanlega en öllum námskeiðum lýkur kl. 16:00.

Fleiri gagnlegar upplýsingar:

 • HK áskilur sér rétt til að sameina námskeið ef ekki næst lágmarksþátttaka.
 • HK áskilur sér rétt til að loka fyrir skráningu á námskeið ef hámarksfjölda er náð.
 • HK áskilur sér rétt til að breyta dagskrá (t.d. vegna veðurs eða mætingar á námskeið).
 • Það er mikilvægt að nærast vel og viljum við því biðla til foreldra að senda börn með hollt og gott nesti og vatnsbrúsa (eitt nesti á hverju 3 klst. námskeiði)
 • ATHUGIÐ! Hnetur og aðrir bráða ofnæmisvaldar bannaðir.
 • Iðkendur eru beðnir um að mæta klæddir eftir aðstæðum. Eftir veðri ef útivera er á dagskrá og eða í viðeigandi klæðnaði, íþróttafötum og helst íþróttaskóm.
 • Frekari upplýsingar um námskeið og fyrirkomulag námskeiða veitir
  íþrótta- og markaðsstjóri HK Arnór Ásgeirsson.

 

Verðskrá:

Námskeið 1/2 dagur 3 klst. (5 dagar) kr. 8.500
Námskeið 1/2 dagur 3 klst. (4 dagar) kr. 6.800
Fjölgreinanámskeið 1/1 dagur 7 klst. (5 dagar) kr. 21.000 (heitur matur innifalinn)
Fjölgreinanámskeið 1/1 dagur 7 klst. (4 dagar) kr. 16.600 (heitur matur innifalinn)
Heitur matur í hádeginu (5 dagar) kr. 4.000
Heitur matur í hádeginu (4 dagar) kr. 3.000

Frekari upplýsingar um námskeið og fyrirkomulag námskeiða veitir íþrótta- og markaðsstjóri HK.