Félagsmiðstöðvar

Félagsmiðstöðvar.

Félagsmiðstöðvar Kópavogs, Félkó, halda úti fjölbreyttum og skemmtilegum opnunum á sumrin fyrir 10-12 ára annars vegar og 13-16 ára hins vegar. Með yngri hópinn er horft til þess að hafa fjölbreyttar smiðjur sem tengjast afþreyingu, föndri, útivist, hreyfingu og ýmislegt fleira. Fyrir eldri hópinn eru hefðbundnar dag- og kvöldopnanir ásamt hádegisopnunum fyrir vinnuskólann, sértækt hópastarf ásamt útilegu og öðrum sumarlegum viðburðum.

 

 

Smiðjur fyrir 10 – 12 ára.

Í sumar verða í boði sumarsmiðjur fyrir 10 – 12 ára börn í öllum félagsmiðstöðvunum. Nánari upplýsingar um Smiðjurnar koma inn á Sportabler skráningarkerfið – þetta verður kynnt nánar síðar.

Hámarksfjöldi í hverja sumarsmiðju eru 20 börn.

Gjaldskrá í smiðjurnar er breytileg og tekur mið af viðfangsefni hverrar smiðju.

Vakinn er athygli á að afbókun í smiðjur þarf að berast með viku fyrirvara, að öðrum kosti fæst smiðjugjald ekki endurgreitt.

Skráning hefst 1. júní. Námskeiðsgjald greiðist við skráningu.

 

Sumaropnun í félagsmiðstöðvum.

Á sumrin er mikið lagt upp úr öflugu hópastarfi, útivist, og góðu samstarfi við Vinnuskóla Kópavogs ásamt því að halda úti metnaðarfullri dag- og kvöld dagskrá. Hver og ein félagsmiðstöð verður með sína dagskrá og hópa í sumar og munu forstöðumenn félagsmiðstöðvanna senda allar upplýsingar út á forsjáraðila í tölvupósti þegar nær dregur sumri. Umsjón og ábyrgð sumarstarfs Félkó er í höndum forstöðumanns í hverri félagsmiðstöð.

Nánari upplýsingar um opnunartíma koma inn í sumarbyrjun.

 

 

 

 

Félagsmiðstöðvarnar eru eftirfarandi:

Dimma Vatnsendaskóla
Ekkó Kársnesskóla
Fönix Salaskóla
Igló Snælandsskóla
Jemen Lindaskóla
Kjarninn Kópavogsskóla
Kúlan Hörðuvallaskóla
Pegasus Álfhólsskóla
Þeba Smáraskóla

Forstöðumenn félagsmiðstöðva í hverju skólahverfi hafa umsjón með sumarsmiðjum og sumaropnun í félagsmiðstöðvum og veita nánari upplýsingar.