Smíðavöllur verður við Salaskóla Versölum 5 Kópavogi.
Námskeið smíðavallar eru fyrir börn fædd 2011 – 2016 og eru frá kl. 09.00 – 12.00 og kl. 13.00 – 16.00 alla virka daga.
Námskeiðin fyrir hádegi eru fyrir 7 til 9 ára börn og eftir hádegi fyrir 10 til 12 ára.
Á smíðavellinum fá þátttakendur verkfæri, efni og aðstoð við smíði smáhluta og við kofasmíði. Í lok hvers námskeiðs mega börnin fara heim með það sem þau smíða en flutningur á kofum barnanna er á ábyrgð foreldra/forráðamanna.
Námskeiðsvikur í júní.
Námskeið 1. 12. – 16. júní fh
Námskeið 2. 12. – 16. júní eh
Námskeið 3. 19. – 23. júní fh
Námskeið 4. 19. – 23. júní eh
Námskeið 5. 26. – 30. júní fh
Námskeið 6. 26. – 30. júní eh
Námskeiðsvikur í júlí.
Námskeið 7. 03. – 07. júlí fh
Námskeið 8. 03. – 07. júlí eh
Námskeið 9. 10. – 14. júlí fh
Námskeið 10. 10. – 14. júlí eh
Námskeið 11. 17. – 21. júlí fh
Námskeið 12. 17. – 21. júlí eh
Námskeiðsgjald er 9.000 kr. hver vika og námskeiðsgjald greiðist við skráningu. Systkinaafsláttur reiknast við skráningu. Hámarksfjöldi á hvert námskeið er 20 börn.
Flokksstjóri á smíðavelli er Aldís Lilja Sigurðardóttir.
Sími Smíðavallar 691 – 5203.