Sumarfrístund

Sumarfrístund í Hörðuvallaskóla

Í sumar býður Frístund Hörðuheima upp á Sumarfrístund. Í sumarfrístund er lögð áhersla á öryggi og kunnuglegt umhverfi í bland við lærdóm, leik og gleði. Mikill metnaður er settur í það að hafa dagskránna fjölbreytta og skemmtilega þannig að allir geti fundið viðfangsefni við hæfi. Sumarfrístund byggist á útivist, hreyfing, leikjum, ferðum og ýmsum ævintýrum í nær-  og fjærumhverfi.

Starfsfólk Hörðuheima sem hefur mikla reynslu og þekkingu á starfinu mun sjá um Sumarfrístund. Starfsfólk situr sundpróf og skyndihjálp fyrir námskeið. 

Námskeiðsvikur: 

Námskeiðsvika 1. 13. – 16. júní (*4 dagar) 

Námskeiðsvika 2. 20. – 24. júní 

Námskeiðsvika 3. 27. – 01. júlí

Námskeiðsvika 4. 04. – 08. júlí 

Námskeiðsvika 5. 11. – 15. júlí 

Námskeiðsvika 6: 18. – 22. júlí

Ef eftirspurn á skráningu er meiri en framboðið er mögulegt að skrá börn á biðlista, haft verður samband við forráðamenn ef pláss losnar.

 

 

 

 

Hér má sjá sýnishorn af dagskrá Sumarfrístundar frá sl. sumri.

 

Opnunartími Sumarfrístundar er frá kl 09:00 – 16:00 en boðið er upp á gæslu frá kl 08:00 – 09:00 og 16:00 – 17:00 og greiðist aukalega fyrir það. 

Námskeiðsgjald er 10.600 kr. vikan.
*Námskeiðsgjald 4 dagar 8.480 kr. Gjald fyrir gæslu kostar 500 kr. hver klukkustund. 

Skráning hefst 1. maí og námskeiðsgjald greiðist við skráningu, systkinaafsláttur reiknast við skráningu. Skráning hér.

Umsjón með Sumarfrístund hafa Birta Baldursdóttir forstöðumaður og Róshildur Björnsdóttir aðstoðarforstöðumaður og veita þær frekari upplýsingar í gegnum tölvupóst Hörðuheima.