Sumarnámskeið – Þríþraut

SUND – HJÓL – HLAUP.

Viltu gera eitthvað skemmtilegt og fjölbreytt í sumarfríinu þínu? Þrjár greinar í einu námskeiði, getur ekki verið skemmtilegra.

Þá hefur þú möguleika á því að taka þátt í þessu skemmtilega og fjölbreytta sumarnámskeiði sem inniheldur þrjár íþróttagreinar (Þríþraut) á einu námskeiði með öðrum unglingum og vinum.

Þríþrautardeild Breiðabliks og Þríþrautarsamband Íslands ætla að setja saman fjölbreytt og skemmtilegt viku námskeið fyrir þig, þannig að þú getir kynnst Þríþraut betur í heild sinni.

Markmiðið með þessu námskeiði er að gefa þér góða upplifun og reynslu af þríþraut með æfingum í sundi, hjólreiðum og hlaupi sem hentar hverjum og einum óháð getu og fyrri reynslu.

 

Upplýsingar:

Aldurshópur: 10 – 13 ára (2010-2013) og 14 – 17 ára (2006-2009)

Dagsetning: 10. – 14. júní 2024.

Tímasetning: 09:00-12:00 á hverjum degi.

Staðsetning: Félagssvæði Breiðabliks og Sundlaug Kópavogs.

Þátttökugjald: kr. 8.400. Skráningarfrestur er til 06.06. 2024.

 

 

 

Greiðslu upplýsingar verða sendar eftir skráningarfrestinn.

Heildar dagskrá og nánari upplýsingar verða send til þín með góðum fyrirvara.