Siglingafélagið Ýmir

Sumarstarf – Siglingaæfingar 2022.

Lærðu að sigla: 5 dagar 3-4 klst á dag.

Kennd verða grunn atriði í siglingum á léttum seglbátum. Eftir námskeiðið á viðkomandi að vera með færni til þess að sigla sjálfstætt í kjör skilyrðum. Fjöldi nemenda á hverju námskeiði miðast við 5-10 börn eða 3-5 fullorðna. Námskeiðið er kennt vikulega eftir eftirspurn og er haldið svo lengi sem lágmarks skráningu er náð. Námskeið fyrir börn hefjast eftir 8 júní.

Barnanámskeið verða haldin frá kl 14.00-17.00 með möguleika að halda námskeið frá 16:30-19:30, en unglingar og fullorðnir geta einnig tekið námskeið á þessum tíma

 

Sigldu betur: 5 dagar 3-4 klst á dag.

Námskeiðið er framhaldsnámskeið þar sem nánar er farið í hegðun segla og uppsetningu báta og björgunar aðgerðir. Eftir námskeiði á viðkomandi að vera með færni til þess að sigla sjálfstætt í léttum til miðlungs vindi og hefur þar með leyfi til þess að taka kænur klúbbsins út á eigin spýtur. Fjöldi nemenda á hverju námskeiði miðast við 5-10 börn eða 3-5 fullorðna. Námskeiðið er kennt eftir eftirspurn og er haldið svo lengi sem lágmarks skráningu er náð og bátakostur leyfir. Námskeið fyrir börn hefjast eftir 8 júní.

Barnanámskeið verða haldin frá kl 14.00-17.00 með möguleika að halda námskeið frá 16:30-19:30, en unglingar og fullorðnir geta einnig tekið námskeið á þessum tíma

Eftir að hafa tekið “Lærðu að sigla” og “Sigldu betur” geta þátttakendur siglt á bátum félagsins innan flugbrautar næstu þrjár vikurnar, svo lengi sem öryggisvörður er á svæðinu. Við mælum sterklega með því að þeir sem vilja sigla finni sér félaga (annað hvort á námskeiðum eða í vinahóp) og ákveðna daga til þess að mæta og njóta sjávarins.

Eftir þetta sjálfsnám bjóðum við upp á eftirfarandi framhaldsnámskeið fyrir áhugasama.

 

Sigldu lengra: 5 dagar 3-4 klst á dag.

Námskeiðið byggir á að viðkomandi kunni vel grunninn í siglingum. Á námskeiðinu er farið yfir öryggismál, plön um ferðalög og hvernig á að sigla í blönduðum hóp báta. Farið verður út á siglingasvæðið á Skerjafirðinum og það svæði skoðað nánar. Eftir námskeiðið eiga nemendur að geta skipulagt lengri siglingar fyrir hóp kæna, þekkja veðurkort og sjávarfallakort, geta metið aðstæður til siglinga og siglt fyrir opnum öldum. Fjöldi nemenda á hverju námskeiði miðast við 6-12 siglara og er mögulegt að hafa breiðari aldurshóp, þar sem gert er ráð fyrir að notaðir séu aðrir bátar en þeir sem notaðir eru á grunn námskeiðum.

Námskeiðið er kennt eftir eftirspurn og er haldið svo lengi sem lágmarks skráning fæst og þroski/reynsla nemenda telst nægilegur. Námskeið fyrir börn hefjast eftir 8 júní.

 

Sigldu í keppni: 5 dagar 3-4 klst á dag

Námskeiðið byggir á að viðkomandi kunni vel grunninn í siglingum.  Námskeiðið kennir grunninn að keppnisreglum, liðakeppnum og brautarsiglingum. Siglingasvæði með viðeigandi lengd og opnu rými er valið eftir reynslu nemenda og umferð á voginum. Eftir námskeiðið eiga nemendur að þekkja helstu keppnisreglur og drengskap í keppnum. Miðað er við 6 nemendur með svipaða siglingareynslu og færni og er mögulegt að halda fyrir breiðan aldurshóp. Námskeið fyrir börn hefjast eftir 8 júní.

Nánari upplýsingar um námskeiðin, tímabil og verðskrá er að finna á skáningarvef.

Hægt er að senda fyrirspurnir á  siglingafelag@siglingafelag.is

_________________________________________________________________________________________________

Aðrar upplýsingar:

Siglingaæfingar.
Ýmir styður nemendur sem vilja æfa siglingar með því að útvega þeim viðeigandi bát fyrir sumaræfingar. Æfingarhópurinn heldur síðan sjálfstæðar siglingaræfingar og tekur þátt í æfingarprógrammi hjá Brokey.

Opin kvöld.
Á virkum dögum milli kl. 17.00 – 20.00 verður opið fyrir fullorðna meðlimi Ýmis. Móttaka nýrra meðlima er á þessum tíma þar sem áhugasamir geta fengið ábendingar og ráðleggingar um hentuga ástundun í siglingum. Húsinu verður hins vegar lokað ef enginn hefur mætt fyrir klukkan 18.30.

Á opnum kvöldum geta meðlimir tekið út kajaka, kænur eða minni kjölbátana á eigin spýtur og notið útivistarinnar á voginum. Öryggisvörður verður á staðnum.

Skútunámskeið: Hæfur háseti.
Ýmir býður upp á helgarnámskeið á skútum fyrir byrjendur og áhugasama. Miðað er við þrjár siglingar á föstudegi til sunnudags, með mánudag til vara. Lengd siglinga er 3-4 klst eftir aðstæðum. Námskeiðið er ætlað þeim sem hafa litla eða enga reynslu af siglingum á skútu, en á námskeiðinu er siglt undir tilskipan reynds skipstjóra. Eftir námskeiðið eiga viðkomandi að þekkja helstu segl og bönd sem gera seglbátum kleyft að sigla og hafa reynt fyrir sér í stýringu og helstu aðgerðum á meðan siglingu stendur. Námskeiðið er grunnur að frekara sjálfsnámi á litlum skútum eða kænum (t.d. „Sigldu betur“ eða „Sigldu lengra“. Miðað er við 4-5 nemendur í hverju námskeiði og verður haldið þær helgar þegar skúta félagsins er ekki í keppnum.

Skútunámskeið: Undirbúningur fyrir skipstjórnarpróf á skemmtibátum.
Ýmir býður upp á námskeið fyrir fullorðna sem eru að undirbúa réttindapróf á skemmtibáta. Á námskeiðinu er gert ráð fyrir að viðkomandi kunni að sigla seglbát að sjálfstáðum, en vanti upp á sérstök verkefni sem snúa að skipstjórn og meðferð stærri skúta.

Skútuáhafnir.
Ýmir býður upp á áhafnarsiglingar fyrir þá sem hyggjast leggja stund á siglingar. Siglt er undir handleiðslu reynds skipstjóra. Gert er ráð fyrir vikulegum siglingum (3-5 klst í hvert skipti) ef veður og reynsla áhafnar leyfir. Boðið er upp á áhafnarsiglingar á mánudögum, miðvikudögum og fimmtudögum í sumar.

Skútuáhafnir frh.
Ýmir mun taka þátt í þriðjudagskeppnum kjölbáta í sumar.

Aðrir viðburðir.

Opnunarhátíð
Laugardaginn 4. júní, kl. 13:00 – 16:00. Allir félagsmenn og fjölskyldur þeirra eru velkomnar til að skoða og prófa bátakostinn. Sumardagskrá kynnt og veitingar í boði.

Mót á vegum félagsins í sumar.
Opnunarmót kæna 22.- 23. maí.

Lokamót kjölbáta 4.- 5. september.

Áramót 31. desember.