Siglingar allt lífið
Siglingar er einstök íþrótt þar sem börn, unglingar, fullorðnir og rosknir einstaklingar geta keppt á saman leikvangi, jafnvel á sömu bátum. Siglingar eru útivist þar sem kraftur vinds og öldu drífur þig á vit nýrra ævintýra. Siglingar er lífstíll sem lengir sumarið og víkkar sjóndeildarhringinn.
Siglingafélagið Ýmir leggur metnað í að kenna nýliðum rétt handtök og skref í siglingum til þess að þú getir bæst í hóp þeirra sem unna sjónum. Ýmir útbýr félagsmönnum ómetanlegt aðgengi að þeirri gerseminni sem sjórinn er í náttúru okkar.
Leikur við sjóinn.
Viku langt leikjamiðað námskeið frá kl. 09.00 – 12.00 virka daga. Börn læra að nálgast sjóinn af öryggi í gegnum leiki svo sem í kappróðri, jakahlaupi, sjósundi og veiðiferðum.
Aldurstakmark 9 ára (á árinu) til 14 ára. Hámarksfjöldi er 20 börn á hverju námskeiði.
Lærðu að sigla.
Námskeið fyrir börn 10 ára og eldri frá kl. 13.00 – 16.00.
Viku langt námskeið sem er fyrsta skrefið til þess að læara á seglbát. Námkseiðið er byggt á formlegri námskrá wold sailing, að námskeiðinu loknu eiga þátttakenduur að skilja grunninn í stjórnun seglbáta. Mælt er með yngri þátttakendur fari á leikjanámskeiðið ” Leikur við sjóinn” til þess að kynnast aðstæðum áður en þau læra á seglbát.
Hámarksfjöldi á námskeiði er 6 – 8 börn.
ATH. Námskeið án aldurstakmarka eru frá kl. 17.00 – 20.00
Klúbbverkefni í siglingum.
Klúbbverkefni eru; þar sem þátttakendur takast á við áskorun sem tengist siglingum og bátastarfi. Hvert verkefni miðast við 18 klst á sjó, til dæmis þrjár klukkustundir þrisvar í viku í tvær vikur, eða þrjár klukkustundir tvisvar í viku í þrjár vikur.
Gert er ráð fyrir að þátttakendur hafi tekið grunn námskeið í siglingum og bátastarfi, t.d. Lærðu að sigla (fyrir siglingaverkefni) eða Leikur við sjóinn (fyrir náttúruskoðunarverkefni).
Klúbbverkefni í barnastarfi eru í gangi frá kl. 13.00 – 16.00 daglega.
Klúbbverkefni fyrir opin aldur eru milli kl. 17.00 – 20.00.
Hópar A eru á mánudögum, miðvikudögum og föstudögum.
Hópar B eru á þriðjudögum og fimmtudögum.
Verkefni eru valin af hópnum hverju sinni og eru:
- Náttúruskoðun á strandlengjunni: Þátttakendur ferðast um og skoða manngerða og náttúrulega strandlengju í Fossvoginum og á Skerjafirðinum. Einnig er farið út að Lambhúsaskerjum og Hólumunum á stórstraumsfjöru til þess að skoða dýralíf og gróðurfar.
- Byrjaðu að sigla 3-2-1: Fyrir byrjendur sem hafa tekið “Lærðu að sigla” námskeiðið en vantar að komast út til þess að æfa sig undir eftirliti.
- Sigldu betur: Stuðst er við verkefnahefti í siglingum sem byggja upp frekari færni og auka sjálfstæði. Verkefnin eru margskonar frá því að vera einföld upp í að vera flókin og blaut.
- Sigldu lengra: Stuðst er við verkefnahefti þar sem lengri ferðalög eru undirbúin til þess að ferðast og skoða Skerjafjörðinn.
- 3-6-10: Fyrirfram ákveðnar æfingar sem unnar eru í vaxandi vindi, frá vægum (3 m/s) upp að stífum vindi (10 m/s).
- Prófaðu þennan bát: Þátttakendur setja upp og sigla á mismunandi bátum félagsins, en um er að ræða níu mismunandi bátategundir.
- Kepptu við mig. Farið er yfir helstu reglur í brautarkeppnum. Þátttakendur æfa ræsingar og keppa að lokum innan hópsins.
- Kjölbátur 1: Þátttakendur fara út á kjölbáta félagsins og læra samvinnu og handtök.
- Áhlaup á Brokey eða Þyt: Þátttakendur læra að keppa á RS Quest eða öðrum tvíhentum bát og skora síðan á keppnishóp Brokeyjar eða Þyts í match-race keppni. Önnur hugmynd er að hafa vikulega áskorun á þessa siglingaklúbba sem hluta af klúbbstarfinu.
- Sófasiglingar: Við kynnumst siglingum í gegnum Virtual Regatta forritið (on-shore og offshore), fylgjumst með siglingakeppnum og kynnumst þekktum Youtube siglurum sem eru á leiðinni til Íslands. Námskeiðsgjöld fara í kaup á veitingum.
Hæfur háseti
Þriggja daga námskeið fyrir 18 ára og eldri ( föstudag, laugardag og sunnudag ) þar sem farið er út á kjölbát félagsins með skipsstjóra. Á námskeiðinu er farið yfir þau atriði sem þarf, til þess að standast réttindi í skemmtibátaprófi.
Námskeiðið verður haldið ef 3 eða fleiri þátttakendur skrá sig.
Nánari upplýsingar um gjaldskrá og skráningar
Hægt er að senda fyrirspurnir á siglingafelag@siglingafelag.is