Siglingafélagið Ýmir

Opnunarhátíð og Siglingaæfingar í sumar

Opnunarhátíð Siglinga:
Laugardaginn ( nánar auglýst síðar ) milli kl. 13.00 – 16.00 efnir Siglingafélagið Ýmir til opnunarhátíðar í Naustavörinni. Allir félagsmeðð og fjölsskylduir þeirra eru velkomnir til að taka þátt í fyrsta siglingaviðbúrði sumarsins. Hægt verður að rá á árabátum og kajökum og sigla kænum. Upplagt að mæta og hitta félagana, þiggja veitingar og leika sér með krökkunum.

Siglingaæfingar fyrir 8 til 15 ára:
Í sumar verður boðið upp á siglingaæfingar fyrir börn á aldrinun 8 til 15 ára. Markmiðið er að æfa þátttakendur í að sigla Optimist, Topper og Laser bátum félagsins. Æfingarnar verða á mánudögum, miðvikudögum og fimmtudögum frá kl. 16.15 – 19.00. Upphafstími og lokadagur æfinga verður auglýstur síðar. Starfsmenn á námskeiðunum verða þrír, þjálfari, aðstoðarþjálfari og fulltrúi frá siglingafélaginu Ými.

Æfingatímabil/ æfingagjaldgjald:
Boðið verður upp á 11 vikna æfingatímabil frá 11. júní – 17. ágúst og æfingagjald er kr. 30.000. Frístundastyrk er hægt að nýta á 11 vikna námskeiðið.

Einnig er boðið upp á hálft æfingatímabil sem kostar kr. 15.000, ekki hægt að nýta frístundastyrk fyrir hálft tímabil. Hámarksfjöldi á æfingunum er að jafnaði 12 börn. Systkinaafsláttur er 20% við skráningu barns nr. 2 og 10% á hvert barn eftir það.

 

Umsjónarmaður: Nánar auglýst síðar.

Frekari upplýsingar eru veittar á netfanginu siglingafelag@siglingafelag.is og á Facebooksíðu félagsins.

Hægt að sækja um siglingaæfingar Ýmis í gegnum Frístundagátt Kópavogsbæjar.


Þriðjudagssiglingar:

Fullorðnum félagsmönnum Ýmis er boðið upp á þann möguleika að taka þátt í þriðjudags-keppnum í Reykjavík á Secretbáti félagsins þegar hann er í Reykjavík. Einnig er boðið uppá að taka þátt í öðrum keppnum, ef áhugi er fyrir hendi. Heimahöfn bátsins verður í Kópavogi.

Gert er ráð fyrir opnum hópi undir stjórn Ólafs Bjarnasonar sem jafnframt verður skipstjóri í keppnunum. Hópurinn, undir stjórn Ólafs, ber ábyrgð á að gera bátinn sjókláran og halda honum við og ganga frá honum á landi í haust. Þeir Ýmisfélagar, sem hafa áhuga á að taka þátt í þessu starfi, hafi samband við Ólaf á Facebook.
Skilyrði fyrir þátttöku í hópnum er að vera meðlimur í félaginu og að hafa greitt félagsgjald fyrir 2018.
Gjald fyrir þátttöku í hverri keppni er kr. 2000 á mann sem greiðist inná reikning félagsins: 536-26-6634,  kt. 470576-0659.

Umsjónarmaður: Nánar auglýst síðar

Fimmtudagssiglingar:

Á fimmtudögum er félagsmönnum boðið upp á að sigla á kænum og minni kjölbátum félagsins frá Ýmishöfninni. Opið verður frá 16:30 – 20:30, en gert er ráð fyrir að siglt verði frá 17:00 – 20:00. Fyrsta fimmtudagssigling verður auglýst nánar síðar. Félagsmenn geta skráð sig á bát í samráði við umsjónarmann og er heimilt að taka einn gest með ef bátakostur leyfir. Reynt verður eftir megni að skipta bátakosti milli þátttakenda fyrir sjótíma, kl. 17.00. Hægt verður að fá lánaða árabáta og Optimist báta fyrir börn, en eftirlit barna er alfarið á ábyrgð foreldris/félagsmanns sem þarf þá að vera bátfær. Öryggisbátur verður alltaf á sjó.

Í tengslum við fimmtudagssiglingarnar verður boðið upp á byrjendanámskeið á Topper kænum félagsins fyrir fullorðna einstaklinga. Miðað er við að námskeiðið sé þrjú skipti undir eftirliti. Að námskeiðinu loknu ættu þátttakendur að treysta sér til að fara út á Topper og Laser bátum félagsins og byrjað að læra á minni kjölbáta.

Fyrsta námskeiðið hefst 14. júní. Námskeiðsgjald er 12.500. Einnig þarf að hafa greitt félagsgjaldið fyrir 2018.

Skráning og frekari upplýsingar hjá thorsteinn.adalsteinsson@gmail.com (pláss takmarkast af bátakosti).
Greiða skal inn á reikning félagsins nr. 536-26-6634, kt. 470576-0659 og senda kvittun til Þorsteins Aðalsteinssonar.

Umsjónarmaður: Þorsteinn Aðalsteinsson

Skútunámskeið/undirbúningsnámskeið fyrir skemmtibátapróf:

Siglingafélagið Ýmir býður upp á skútunámskeið fyrir fullorðna. Nemandinn er undirbúinn fyrir próf í verklegum hluta skemmibátaprófsins, sjá námskrá fyrir hásetanámskeið: www.siglingafelag.is, undir kjölbátar. Dagsetningar verða auglýstar síðar:

Námskeið nr. 1,

Námskeið nr. 2,

Námskeið nr. 3,

Hvert námskeið telur 5 skipti: 4 tíma í senn á mánudögum, miðvikudögum og laugardögum. Verð: kr. 45.000. Nánari upplýsingar gefur Sigríður Ólafsdóttir í síma 896-5874 eða á netfanginu siggaskipstjóri@-gmail.com. Greiða skal inná reikning félagsins: 536-26-6634, kt. 470576-0659 og senda Sigríði kvittun. Gert verður út frá Ýmishöfninni í Kópavogi.

Umsjónarmaður: Sigríður Ólafdóttir


Mót á vegum félagsins

Lokamót kæna 25. ágúst
Lokamót kjölbáta 01. september
Áramót 31. desember

Umsjón móta og mótanefnd; Aðalsteinn Loftsson, Ólafur Bjarnason og Helga Ólafsdóttir.