Siglingafélagið Ýmir

Siglingar allt lífið

Siglingar er einstök íþrótt þar sem börn, unglingar, fullorðnir og rosknir einstaklingar geta keppt á saman leikvangi, jafnvel á sömu bátum. Siglingar eru útivist þar sem kraftur vinds og öldu drífur þig á vit nýrra ævintýra. Siglingar er lífstíll sem lengir sumarið og víkkar sjóndeildarhringinn.

Siglingafélagið Ýmir leggur metnað í að kenna nýliðum rétt handtök og skref í siglingum til þess að þú getir bæst í hóp þeirra sem unna sjónum. Ýmir útbýr félagsmönnum ómetanlegt aðgengi að þeirri gerseminni sem sjórinn er í náttúru okkar.

Lærðu að sigla – Börn:
Viku námskeið í grunn atriðum siglinga. Eftir námskeiðið eiga nemendur að geta siglt allar áttir í mildum til miðlungs vindi undir eftirliti.
Námskeiðin eru frá 14:00 – 17:00 frá mánudegi til föstudags.
Námskeið byrja: 12. júní, 19. júní, 26. júní, 3. júlí, 10. júlí, 17. júlí, 24. júlí, 31. júlí,
Fjöldatakmörk eru 10 nemendur. Æskilegur aldur er 10 ára og eldri.

Verð 12.500 kr.

Sigldu betur – Börn
Viku námskeið sem byggja betri þekkingu á hvernig seglbátur siglir og hvernig kennir sjálfstæðar siglingar. Eftir námskeiðið ættu nemendur að geta siglt í mildum vindi án eftirlits kennara.
Námkeiðin eru frá 14:30 – 17:00 frá mánudegi til föstudags
Námskeið byrja: 19. júní, 26. júní, 3. júlí, 10. júlí, 17. júlí, 24. júlí, 31. júlí,
Námskeiðið verður haldið svo fremi að 3 nemendur skrá sig.

Verð 12.500 kr.

Lærðu að sigla – Fullorðnir
Viku námskeið í grunn atriðum siglinga. Eftir námskeiðið eiga nemendur að geta siglt allar áttir í mildum til miðlungs vindi undir eftirliti.
Námskeiðin eru frá 17:00 – 20:00 frá mánudegi til föstudags.
Námskeið byrja: 12. júní, 19. júní, 26. júní. 3. júlí, 10. júlí, 17. júlí, 24. júlí, 31. júlí,
Fjöldatakmörk eru 6 nemendur fyrir hvert námskeið. Við tökum á móti foreldrum og börnum í námskeiðið.

Verð 15.000 kr.

Sigldu betur – Fullorðnir
Viku námskeið sem byggja betri þekkingu á hvernig seglbátur siglir og hvernig kennir sjálfstæðar siglingar. Eftir námskeiðið ættu nemendur að geta siglt í mildum vindi án eftirlits kennara.
Námkeiðin eru frá 17:30 – 20:00 frá mánudegi til föstudags
Námskeið byrja: 19. júní, 26. júní, 3. júlí, 10. júlí, 17. júlí, 24. júlí, 31. júlí,
Námskeiðið verður haldið svo fremi að 3 nemendur skrá sig. Fjöldatakmörk eru 6 nemendur.

Verð 15.000 kr.

Sigldu lengra
Fjögurra daga verkefnamiðað námskeið sem setur þeim sem hafa lært grunn atriði siglinga verkefni sem kenna siglingafræði, veðurfræði, flóðatöflur og önnur tækniatriði sem kenna öryggi og ábyrgar siglingar. Allir aldurshópar velkomnir.
Námskeiðin eru frá 17:00 – 20:00 frá þriðjudegi til föstudags
Námskeið byrja: 27. júní, 11. júlí og 18. júlí. Mögulegt er að bæta við námskeiðum ef eftirspurn er næg.

Verð 10.000 kr.

Kepptu við mig
Fjögurra daga námskeið sem kennir þeim sem hafa lært grunn atriði siglinga lykil reglur í siglingakeppnum og tæknileg atriði til þess að hámarka hraða á bát.
Hámarks fjöldi er 6 nemendur, allir aldurshópar velkomnir.
Námskeiðin eru frá 18:00 – 21:00 frá þriðjudegi til föstudags
Námskeið byrja: 25. júlí og 1. ágúst.
Mögulegt er að bæta við námskeiðum ef eftirspurn er næg.

Verð 10.000 kr.

Hæfur háseti
Þriggja daga námskeið sem kennir óreyndum siglurum helstu handbrögð á kjölbátum og siglingar á sjó. Námskeið eru haldin yfir helgi og er hver sigling 3-4 klst. Upphafstími námskeiða er á valdi skipstjóra. Námskeiðið er ætlað fullorðnum
Námskeið byrja: 16. júní, 30. júní, 7. júlí, 14. júlí, 21. júlí og 28. júlí
Námskeiðið verður haldið ef 3 eða fleir nemendur skrá sig. Fjöldatakmörk eru 5 nemendur.

Verð 45.000 kr.

Skipstjórn á skútu
Fjögurra daga námskeið sem kennir þeim sem kunna að sigla hvernig fara með stjórnvöld á stærri skútum. Kennd verða tæknileg atriði með vélar, akkeri, fjarskiptatæki og hvernig á að setja siglingaáætlun. Námskeiðið er ætlað fullorðnum einstaklingum sem hafa staðist bóklegan hluta skemmtibátanáms.
Námskeið byrja: 4. september, 11. september og 18. september.
Námskeiðið verður haldið ef 3 eða fleiri nemendur skrá sig. Fjöldatakmörk eru 5 nemendur.

Verð: 65.000 kr.

Áhafnarsiglingar
Áhafnir verða stofnaðar í kringum siglingar á skútu félagsins. Skipstjóri áhafnarinnar hefur skútuna til afnota á milli 16 og 22, einn dag í viku í sumar. Áhafnir hafa verið stofnaðar á Mánudögum, Miðvikudögum og Fimmtudögum. Mögulegt er að stofna fleiri áhafnir ef skipstjóri hefur reynslu af siglingu seglskútu félagsins.
Í áhöfnum er gert ráð fyrir að meðlimir hafi tekið Hæfur Háseti námskeið eða svipað námskeið í öðrum siglingaklúbbum.
Fjöldi og siglingaleið er ákveðin af skipstjóra.

Verð 30.000 kr.

Nánari upplýsingar og skráningar HÉR

Hægt er að senda fyrirspurnir á  siglingafelag@siglingafelag.is

_________________________________________________________________________________________________

Önnur starfssemi fyrir félagsmenn:

Í sumar mun Ýmir hafa opið hús fyrir félagsmenn á fimmtudögum og laugardags morgnum (laugardagskaffi). Félagsmenn eru hvattir til þess að koma og nýta kajaka og seglbáta félagsins sem ekki eru í notkun í námskeiðum. Eftir að námskeiðum lýkur í ágúst verða stofnaðir siglingahópar fyrir félagsmenn sem kunna að sigla eða hafa tekið námskeið og lært siglingar yfir sumarið.
Hóparnir munu hafa aðgang að bátum félagsins frameftir haustinu undir eftirliti reynds siglara.

Siglum í sumar!